Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 22

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 22
102 Olduskarar rammir rísa reginhafs um víðu lönd. Hingað illar vættir vísa veginn þeim að okkar strönd. Er sem glampi í bröttum breka brugðin skrímslum kesju fans, sem að eigi af afli að reka inn að hjartarótum lands. Foraðsbylur ferðum hvatar, felmtruð liggur vakin drótt; ógn og voði oftast rata einna bezt um myrka nótt. Aftur og fram um vengið víða vel má rekja hans blóðug spor; hann vill kúga, kvelja og rn'ða kjark úr sveitum, fjör og þor. »Flæmt skal« segir hann, »líf úr landi, lokað öllu nema gröf. Árdagsbjarminn óferjandi yfir sollin norðurhöf.* Hann vill breiða út brunann, flagið, brotsjó spana um víða jörð, og vill hafa orðið, lagið einn við — dauðans tíðagjörð. Skal þá sveigja svarta nóttin sérhvern háls und þrældómsok? Er þá, bræður! blauður flóttinn bjargráð hinzta í aldarlok? Par sem Eden okkar barna augum hló og lífsins borð, skal þar refa, rjúpna, bjarna ríki verða að óðalstorð? Þúsund sinnum því skal neita þúsund röddum, nær og fjær, neita, meðan nýt til sveita nokkur rós á vori grær. Hitt er sýnt, að voða og vanda vex nú afl og harðnar þraut. Altaf sé ég úlfa standa ógurlega á sólarbraut. Samt má betur sækja og herja, svörnu féndur yls og ljóss. En skal reynt að vernda og verja vorar bygðir, líf og góss. Ei’ skal vanta yl í bæinn, enn þótt geysi hið trylta lið; bæði sól og dýran daginn dauðahaldi tökum við. Land vort á í lindum mörgum lífsafl frjótt, er síðla þver; ungi maður! brjóttu úr björgum brauð með stáli handa þér. Hér eru þínar heilladísir hólmur þinn og sigurkrans. »Rótarslitinn visnar vísir« vafinn faðmi annars lands. Láttu ei’ gull né græna skóga ginna þig frá móðurbraut. Okkur geymir arfleifð nóga öllum saman hennar skaut. Firstu kenning fláa Marðar, frænda þess, er róginn bar: »Islenzk jörð mig engu varðar, ættland mitt er þar og þar.« Ónei, hérna ein í sænum ættjörð vor úr bárum rís, tignarleg í bylnum, blænum, blómum sveipuð, þakin ís. Ótal þáttu þráða, strengja þýðra, sárra, bernsku frá hjörtu okkar henni tengja; hefirðu skap að slíta þá?

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.