Eimreiðin - 01.05.1916, Page 2
7«
hafnar, þótt hann byggi ekki nema 3 mílur frá höfuðstaðnum; og
hafði aldrei ferðast með járnbraut. í sparisjóðsbók, er hann hafði
með sér á spítalann, átti hann aftur’á móti mörg þúsund krónur;
svo að það var ekki fátækt, sem olli hinum miðaldarlegu lifnaðar-
háttum hans.
En ég þarf ekki að leita svo langt aftur í tímann sem til
1908. í verkahring mínum hér í Vendilsýslu ber það þráfaldlega
við, að fólk, sem ég legg hér inn á sjúkrahúsið, fyrst og fremst
biður mig um og grátbænir, að ég skuli sjá um, að það verði
ekki laugað. Margir óttast baðið miklu meira en sjálfan hold-
skurðinn. Sumt eldra fólk hér um slóðir til sveita þvær sér held-
ur ekki nema endrum og sinnum í framan og um hendurnar. Ný-
lega bað roskin kona mig að afsaka, þó maðurinn hennar væri
allóhreinn, því hann hefði ekki fengist til að þvo sér í 6 vikur!
fvi fer þó fjarri, að mentun manna og menning hér á Norður-
Jótlandi sé nokkru minni en í öðrum landshlutum, heldur stendur
hún hér að mörgu leyti framar, einkum að því er snertir húsa-
kynni og bóklega þekkingu.
Á öllum öldum hafa böð verið þekt og notuð af vissum
mönnum og stéttum, bæði sem heilsusamlegt nautnameðal og
sem lækning við ýmsum sjúkdómum og kvillum. Pað er líka ó-
hætt að fullyrða, að vatn á ýmsan hátt notað er eitthvert hið
bezta lyþ sem til er. Allir þekkja, hvílík undra-áhrif rétt lagðir
vatnsbakstrar hafa á næstum allskonar útvortis-bólgu, einkum og
sér í lagi æðabólgu, handar- og fóta-mein og minniháttar blóð-
eitrun. Nú á tímum er bæði heitt og kalt vatn notað til þessara
bakstra, þó einkum heitt, því notkun þess mætir yfirleitt minni
mótspyrnu hjá almenningi en köldu bakstrarnir, sem margir eru
sífelt hræddir við. Á seinni tímum er farið að nota kalt vatn á
ýmsan hátt frekar til lækninga en áður, og við langtum fleiri
sjúkdómum, og eru það einkum þýzkir, austurrískir og franskir
læknar, er gengið hafa þar í broddi fylkingar. Peir nota ekki
aðeins köld böð og bakstra, þegar um fullorðið fólk er að ræða,
heldur og einnig við sjúkdóma hjá börnum og gamalmennum,
þótt það lengi hafi verið skoðaður sem heilagur sannleiki, að
kuldinn eða hið kalda vatn væri bráðskaðlegt fyrir ungbörn og
háaldrað fólk. Auðvitað má ofmikið af öllu gera, og herðingu
barna með köldu vatni, einkum köldum böðum, má óhætt telja
viðsjárverða. Pví þess ber að gæta, að börnum er hættara við