Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 8

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 8
84 Danmörku. Er nægilegt að nefna jafn-heimsfræga baðstaði og Wiesbaden, Ems, Homburg, Marienbad, Vichy, Aix les bains, Laurvik, Sandefjord og Silkeborg. Eg gríp þessi nöfn aðeins af handahófi, því að baðstaðirnir nema hundruðum. Á flestum hin- um eiginlegu baðstöðum er vatnið, sem notað er til baðanna, blandað ýmsum efnum, sem hafa heilnæm og styrkjandi áhrif á líkamann. Einkum eru það járn, brennisteinn, radíumsölt og margskonar önnur sölt og sýrur, sem finnast í vatninu á þessum baðstöðum. Til þessara baðstaða leita sjúklingar með mjög marg- víslega sjúkdóma, en þó einkum þeir, er þjást af gigt, hverju nafni sem nefnist, blóð- og taugaveiklun, hjartveiki, vissum teg- undum af brjóstveiki (þó ekki berklum), lifrar-, maga-, nýrna- og þarmsjúkdómum, fitusýki, og húðsjúkdómum og mörgum öðrum krankleik. En það yrði of langt mál, ef skýra ætti nánar frá hinum ýmsu baða- og lækningaaðferðum á hinum stóru og frægu baðstöðum, þar sem þúsundir manna árlega fá bót meina sinna og lækning á margskonar þrautum og sjúkdómum, og ná aftur fullri heilsu. En ég vil nota tækifærið til að benda á, að á Islandi eru til vötn og keldur, sem hafa að geyma ýms frumefni og efnasam- bönd, t. d. radíum, brennistein og járn, og ættu því efnaðir ís- lendingar að taka sig saman, mynda hlutafélag og koma á stofn baðstöð við einhverja af þessum keldum, sem bezt eru til þess fallnar. Eins og bent hefir verið á, eru lækningaböð ein af mik- ilvægustu lækningameðulum nútímans, og það væri bæði þjóðlegt og þarflegt fyrirtæki fyrir land og lýð, að koma á íót baðstofn- un, er fullnægði kröfum tímans. Margir þeirra, sem ekki eiga kost á að ferðast til útlanda sér til heilsubótar, myndu þar geta fengið lækningu margra þrauta og þjáninga. Og á hinn bóginn er það engum vafa undirorpið, að slík baðstofnun á Islandi mundi með tímanum geta borgað sig, því útlendir auðmenn myndu sjálf- sagt leita til hennar, eins og til annarra baðstaða um allan heim, ef hún yrði vel úr garði ger. I hinni stuttu, en vel rituðu, heilsufræði Steingríms læknis Matthíassonar fer höf. helzt til fáum orðum um böð yfirleitt sem sjálfsagða heilsusamlega skyldu hvers siðaðs manns, sem nokkur tök hefir á að njóta baða. Hann getur ekki um, hve oft beri að taka heita laug, bendir heldur ekki á neinar aðferðir, þar sem engar baðstofur eða baðstofnanir eru til, og menn verða sjálfir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.