Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 8
84 Danmörku. Er nægilegt að nefna jafn-heimsfræga baðstaði og Wiesbaden, Ems, Homburg, Marienbad, Vichy, Aix les bains, Laurvik, Sandefjord og Silkeborg. Eg gríp þessi nöfn aðeins af handahófi, því að baðstaðirnir nema hundruðum. Á flestum hin- um eiginlegu baðstöðum er vatnið, sem notað er til baðanna, blandað ýmsum efnum, sem hafa heilnæm og styrkjandi áhrif á líkamann. Einkum eru það járn, brennisteinn, radíumsölt og margskonar önnur sölt og sýrur, sem finnast í vatninu á þessum baðstöðum. Til þessara baðstaða leita sjúklingar með mjög marg- víslega sjúkdóma, en þó einkum þeir, er þjást af gigt, hverju nafni sem nefnist, blóð- og taugaveiklun, hjartveiki, vissum teg- undum af brjóstveiki (þó ekki berklum), lifrar-, maga-, nýrna- og þarmsjúkdómum, fitusýki, og húðsjúkdómum og mörgum öðrum krankleik. En það yrði of langt mál, ef skýra ætti nánar frá hinum ýmsu baða- og lækningaaðferðum á hinum stóru og frægu baðstöðum, þar sem þúsundir manna árlega fá bót meina sinna og lækning á margskonar þrautum og sjúkdómum, og ná aftur fullri heilsu. En ég vil nota tækifærið til að benda á, að á Islandi eru til vötn og keldur, sem hafa að geyma ýms frumefni og efnasam- bönd, t. d. radíum, brennistein og járn, og ættu því efnaðir ís- lendingar að taka sig saman, mynda hlutafélag og koma á stofn baðstöð við einhverja af þessum keldum, sem bezt eru til þess fallnar. Eins og bent hefir verið á, eru lækningaböð ein af mik- ilvægustu lækningameðulum nútímans, og það væri bæði þjóðlegt og þarflegt fyrirtæki fyrir land og lýð, að koma á íót baðstofn- un, er fullnægði kröfum tímans. Margir þeirra, sem ekki eiga kost á að ferðast til útlanda sér til heilsubótar, myndu þar geta fengið lækningu margra þrauta og þjáninga. Og á hinn bóginn er það engum vafa undirorpið, að slík baðstofnun á Islandi mundi með tímanum geta borgað sig, því útlendir auðmenn myndu sjálf- sagt leita til hennar, eins og til annarra baðstaða um allan heim, ef hún yrði vel úr garði ger. I hinni stuttu, en vel rituðu, heilsufræði Steingríms læknis Matthíassonar fer höf. helzt til fáum orðum um böð yfirleitt sem sjálfsagða heilsusamlega skyldu hvers siðaðs manns, sem nokkur tök hefir á að njóta baða. Hann getur ekki um, hve oft beri að taka heita laug, bendir heldur ekki á neinar aðferðir, þar sem engar baðstofur eða baðstofnanir eru til, og menn verða sjálfir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.