Eimreiðin - 01.05.1916, Page 11
87
er fest önnur snúra, sem nær niður á gólf. Pegar menn nú vilja
fá sér steypiböð, þá stíga menn upp í kerið og toga í snúruna,
og lyftist þá hlemmurinn upp frá fötubotninum, og streymir þá
vatnið úr fötunni yfir mann gegnum götin. Pessi böðunaraðferð
er svo einföld og ódýr, að sem flestir ættu að nota hana, sem
ekki eiga kost á betri baðáhöldum. Enn einfaldari og ódýrari
böðunaraðferð, en þessar tvær fyrtöldu, er sú, að væta þykka
líndúksglófa í mundlaug sinni á morgnana og nudda með þeim
allan kroppinn, og þurka sér á eftir vel og vandlega, og gera
því næst léttar líkamsæfingar í fáeinar mínútur, áður en menn
klæðast. Með þessari auðveldu aðferð, sem allir, einnig börn og
gamalmenni, geta notað, fæst nokkur hreinsun á hörundinu og
jafnframt styrking líkamans við loftbaðið og líkamsæfingarnar.
Eins og sjá má, hefi ég aðeins drepið á einstöku atriði við-
víkjandi notkun vatnsins sem heilbrigðismeðals. Vatnið er ein-
hver sú aðdáanlegasta efnablöndun og næst sjálfu andrúmsloftinu
hið nauðsynlegasta af öllum efnum og efnablöndunum fyrir mann-
legan líkama. Eg hefi alls ekki minst á neyzlu vatnsins sem lyfs
við ýmsum sjúkdómum; en, eins og kunnugt er, er bæði upp-
sprettuvatn og soðið, heitt eða kalt, vatn notað á margvíslegan
hátt, ekki aðeins á hinum stóru baðstöðum, heldur einnig af leik-
um og lærðum um allan heim, sérstaklega við sjúkdómum í nýr-
um, nýrnagöngum og blöðru, lifur og gallgöngum, við ýmsum gigt-
sjúkdómum og maga- og þarmsjúkdómum. Ef til vill hættir sum-
úm við að fara út í öfgar með vatnslækningar sínar og halda, að
þeir geti læknað alla krankleika manna með vatni einvörðungu;
en víst er, að ekki fæst hollari drykkur að morgni dags, þegar
risið er úr rekkju, en einn eða tveir bollar af soðnu vatni, og
fyrst einni eða tveimur klukkustundum síðar eiga menn að neyta
fyrstu máltíðarinnar. Og 3/4—1 klukkustund á undan hverri höf-
uðmáltið ættu menn að drekka einn pela af soðnu vatni. Aftur
á móti er alveg ónauðsynlegt, og nánast skaðlegt fyrir melting-
una, að drekka nokkuð með matnum undir borðum.
Á Islandi ættu menn að nota hin heilsuvænlegu áhrif og
verkanir vatnsins sem læknislyfs miklu meira en gert er. Pað er
altaf hægt að ná í vatn á íslandi, en ekki ætíð svo auðvelt að
ná í lækni og meðul. Og eins og á hefir verið drepið, getur
vatnið, ef rétt er með það farið, í mörgum tilfellum orðið heilsu
manna sönn hjálpræðishella. fvottur úr köldu vatni og köld