Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 15

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 15
91 Ei þótt eg fái aftur brugðið ykkar ákveðnum örlaga-dómi, vel má eg leggja lið í þraut, og ljósvana manni líknsemd veita. Verða skal ei vænlegum vöggu-sveini varnað vitsmuna og viljaþreks, hyldjúps hugskots og hyggju skarprar. — Glögg skal sálar-sýn, þótt sortni fyr augum. Lagði ljós-freyja á lokka-höfuð líknarmund liljuhvíta. Skráði himindís hollrúnar orku og atgervis á enni sveins. Vaknaði vöggu-barn af værum blundi; birtust brosgeislar í bláum augum. — Teflt var teningum tjóns og gæfu. — Eftir gekk alt, sem á var kveðið. Ondverða æsku æfi sinnar leit hann ljós og ljúfar sjónir. Grúfði æ síðan garps að höfði sífelt svartnætti sjötigi vetra. Svo þótti mér, er sá ég inn horfna mitt í mannþröng að málstefnu, eins og fjallstindur, frera þakinn, ypti íshjálmi yfir heiðum. Einkenni ættlands í þér birtust: höfuð hjarnjökull, en í hjarta eldur. Öflugar andstæður í eðli þínu háðu hvíldarlaus Hjaðningavíg. Er það undarlegt, þótt yrði ei jafnan hnífrétt horf þitt í hug og málií — Ei er auðstýrt, þótt augna njótum, mark á meðalhófs í mannheimi. Mun minnisstæð mörgum verða fræði-frásögn þín af fornum greinum. Rann þitt mælta mál, magni þrungið,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.