Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 19

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 19
95 að það ekki truflaði sýn á svo fjarlægum hnetti. Pað er því al- veg vonlaust, að menn geti með þeim tækjum, sem nú eru til, seð fastastjörnurnar öðruvísi en sem blikandi punkta. Pað er ekki til neins að reyna að mæla Siríus; en aftur á móti er hægt að vega hann, þó skrítið sé. Með því að Siríus er svo björt stjarna, hafa stjörnuspekingar um nokkrar aldir athugað hann og mælt afstöðu hans til annarra himintungla, og hafa futid- ið, að fastastjarna þessi hefir sjálfstæða hreyfingu á himinhvolfinu, þó ekki nema 2—3 mínútur á öld, og er sú hreyfing ekki meiri en svo, að stjarnan þarf 1433 ár til að komast lengd, er samsvar- ar þvermáli tunglsins. Pó er hreyfing Siríusar í geimnum í raun og veru mikil; rannsóknir með litsjánni (spektróskópinu) hafa sýnt, að stjarna þessi hreyfir sig 18 km. á sekúndu í stefnu til sólar vorrar. Árið 1844 uppgötvaði Bessel óreglu í hreyfingu Siríusar og ályktaði af því, að einhver annar hnöttur mundi valdur að þessari trufiun, Peters og Auwers reiknuðu braut þessa hnattar, sem þeir' þó eigi gátu séð, og fundu, að hinn ókunni hnöttur fór braut sína kringum Siríus á 49—50 árum. Löngu síðar fann Al- van Clark í Ameríku hnöttinn sjálfan 31. janúar 1862 með stórum kiki, sem þá var nýsmíðaður, og var hann alveg á þeim stað, sem hinir fyrnefndu stjörnufræðingar höfðu reiknað nærri 20 ár- urn áður. Meðalfjarlægð minni hnattarins frá Siríusi er 21 sinni fjarlægð jarðar frá sólu, eða nokkru meira en fjarlægð Uranusar frá sólu. Hnöttur í sömu fjarlægð frá sólu, eins og félagi Siríusar er frá aðalstjörnunni, mundi þurfa 225 ár til að renna kringúm sólina, en hann fer hringferð sína á tæpum 50 árum; aðdráttarafl Siríusar hlýtur því að vera miklu meira en aðdráttarafl sólar vorr- ar, og það kemur af því, að stærð og efnismagn stjörnunnar er miklu meira, og hafa menn fundið, að efnismagn Siríusar með fylgifiski hans er 3^/2 sinnum meira en efnismagn sólar. Siríus er því ekki aðeins miklu bjartari en sólin, hann er líka miklu þyngri og þar af leiðandi eflaust miklu stærri. Aukahnöttur Siríusar er mjög daufur, og sést ekki nema f beztu sjónpípum; aðalstjarnan er 5000 sinnum bjartari en aukastjarnan, en aðeins tvisvar sinnum þyngri, enda er fylgistjarnan 7 sinnum þyngri en vor sól, en meira en hundrað sinnum ljósminni. Petta sannar, að fastastjörnur eru, eins og menn snemma grunaði, miðdeplar í sólkerfum, sem eru oftast svipuð voru sólkerfi; en pláneturnar sjást ekki eða finnast vegna fjarlægðar og af því þær eru ljóslitlar eða alveg dimmar. n* /

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.