Eimreiðin - 01.05.1916, Side 20
96
Menn hafa líka þózt sjá 5 aðrar reikistjörnur við Siríus, þó tilvera
þeirra sé ekki enn með öllu sönnuð. En víst er það, að Hunda-
stjarnan er stórhrikalegt sólkerfi, miklu meira en vorir sólheimar,
og alt öðruvísi að gerð; því aðal-plánetan í Siríusar-kerfinu er
afar-stór, helmingur af sjálfri sólinni að stærð; en í voru sólkerfi
er stærsta plánetan 1300 sinnum minni en sólin sjálf. Margt get-
ur verið einkennilegt í þessu stóra sólkerfi, náttúrufyrirbrigði og _
lifandi verur, sem vér getum eigi haft neina hugmynd um, enda
hlýtur þar margt að vera á alt annan hátt en hér hjá oss, úr því
stærðarmunur plánetanna er svo mikill. Pað er öll ástæða tii að
halda, að hinn stóri og þungi fylgifiskur Siríusar orsaki afar-mikil
föll, nokkurskonar flóð og fjöru, á aðalstjörnunni, 80 sinnum meiri
um stórstreymi en smástreymi, og ætla sumir, að það orsaki
nokkrar tímabreytingar á ljósmagni Siríusar.
Hundastjarnan er, eins og aðrar sólir, samsett af ofsaheitum
gufuefnum, og er eftir gerð ljósbandsins talin til sama flokks og
Blástjarnan og ýmsar hvítar stjörnur (I, a). I ljósbandi Siríusar
sjást mjóar málmlínur og breiðar og hreinar vatnsefnislínur.
Siríus-sólin er því að öllum líkindum hulin afar-heitum og mjög
þykkum vatnsefnishjúp, svo lítið ber á einkennum hinna þyngri
málmefna innan í hnettinum. Hin mikla birta ljósbandsins í fjólu-
lita endanum bendir til þess, að Siríus sé miklu heitari en vor sól.
Af málmum í Siríusi ber sérstaklega á járni ; utan við fjólulita enda-
Ijósbandsins hefir Huggins fundið einkenniiegar línur, sem benda á
einhver óþekt efni, sem ekki eru til í voru sólkerfi.
Af þessu, sem hér var greint, sjáum vér, að Siríus er ekkert
smástirni, hann er sól, miklu stærri en vor sól, miðdepill í einkenni-
legu sólkerfi með allskonar óþektum náttúruskilyrðum; auk hins
geysistóra förunauts, er sveiflast kringum aðalsólina með miklum
hraða, eru eflaust í kerfi þessu margar aðrar stórar og smáar
plánetur, en um eðli þeirra og ásigkomdlag er .því miður ekki
hægt að skynja neitt að svo stöddu.