Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 20
96 Menn hafa líka þózt sjá 5 aðrar reikistjörnur við Siríus, þó tilvera þeirra sé ekki enn með öllu sönnuð. En víst er það, að Hunda- stjarnan er stórhrikalegt sólkerfi, miklu meira en vorir sólheimar, og alt öðruvísi að gerð; því aðal-plánetan í Siríusar-kerfinu er afar-stór, helmingur af sjálfri sólinni að stærð; en í voru sólkerfi er stærsta plánetan 1300 sinnum minni en sólin sjálf. Margt get- ur verið einkennilegt í þessu stóra sólkerfi, náttúrufyrirbrigði og _ lifandi verur, sem vér getum eigi haft neina hugmynd um, enda hlýtur þar margt að vera á alt annan hátt en hér hjá oss, úr því stærðarmunur plánetanna er svo mikill. Pað er öll ástæða tii að halda, að hinn stóri og þungi fylgifiskur Siríusar orsaki afar-mikil föll, nokkurskonar flóð og fjöru, á aðalstjörnunni, 80 sinnum meiri um stórstreymi en smástreymi, og ætla sumir, að það orsaki nokkrar tímabreytingar á ljósmagni Siríusar. Hundastjarnan er, eins og aðrar sólir, samsett af ofsaheitum gufuefnum, og er eftir gerð ljósbandsins talin til sama flokks og Blástjarnan og ýmsar hvítar stjörnur (I, a). I ljósbandi Siríusar sjást mjóar málmlínur og breiðar og hreinar vatnsefnislínur. Siríus-sólin er því að öllum líkindum hulin afar-heitum og mjög þykkum vatnsefnishjúp, svo lítið ber á einkennum hinna þyngri málmefna innan í hnettinum. Hin mikla birta ljósbandsins í fjólu- lita endanum bendir til þess, að Siríus sé miklu heitari en vor sól. Af málmum í Siríusi ber sérstaklega á járni ; utan við fjólulita enda- Ijósbandsins hefir Huggins fundið einkenniiegar línur, sem benda á einhver óþekt efni, sem ekki eru til í voru sólkerfi. Af þessu, sem hér var greint, sjáum vér, að Siríus er ekkert smástirni, hann er sól, miklu stærri en vor sól, miðdepill í einkenni- legu sólkerfi með allskonar óþektum náttúruskilyrðum; auk hins geysistóra förunauts, er sveiflast kringum aðalsólina með miklum hraða, eru eflaust í kerfi þessu margar aðrar stórar og smáar plánetur, en um eðli þeirra og ásigkomdlag er .því miður ekki hægt að skynja neitt að svo stöddu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.