Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 30

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 30
ioó svona einbeittan og ósvífinn og svona hjartanlega samvizkulaus- an, — því að það skein út úr allri blíðunni. Hver skyldi njóta þeirrar blessunar, að eiga þennan mann í kjördæmi sínu f — Skyldi það vera ég sjálfur? — Hvað sem þessu leið, ég mátti til með að koma mér vel við þennan mann. Hver veit nema hann yrði oft- ar á vegi mínum — og þar að auki var hann mér líklega gamal- kunnugur. »Hvernig líður þér?« spurði hann undur-blíðlega. »0-o, — þetta svona,« sagði ég. »Eg er orðinn hálf-þreyttur á þessu stagli.« * »PaÖ er von. Petta er seig-drepandi helvíti. Ég kannast við það.« Ég leit upp stórum augum. Hafði hann nokkurn tíma —? Nú, hann gat nú kannast við það fyrir því. Svona menn setja sig inn í alla skapaða hluti. »Má ég ekki bjóða þér kaffibolla með mér niðri í Kringlu?« spurði ég. »Jú, ég þakka fyrir. — Mig langaði hvort sem er til að fá að tala við þig fáein orð.« • Einslega —?« »0-nei, — til dæmis niðri í Kringlu. Par er gott að vera. það er ekkert launungarmál, ekkert annað en kunningjarabb. Par eru allir að tala saman, svo að þar hlustar enginn á okkur.« »Jæja, — þá skulum við koma þangað.« V. Kringla var full af þingmönnum og þinggestum, reykjarsvælu, kaffigufu og öðru þaðan af verra. Flestir stóðu á miðju gólfinu, hjúpaðir tóbakssvælunni eins og Júnó skýinu, og skvöldruðu hver í kapp við annan. Kringla bergmálaði alt, sem þeir sögðu, svo að maður naut þess tvisvar. Við náðum í borð, vinur minn og ég, og ég náði í kaffi handa okkur. Og nú fékk ég annað að hlusta á en tvöfalt skvaldrið í kring- um mig. »Líður þér annars ekki skolli vel síðan þú varðst löggjafi?* sagði maðurinn,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.