Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 47

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 47
123 bæði í smáum og stórum stíl, oft og einatt, en það yrði of langt mál, að minnast alls, er þeir létu gott af sér leiða. — Blessuð sé minning þeirra. ANNA THORLACIUS. K væði. I. EFTIR NJÁLSBRENNU. Dagsbjarminn færist hægt upp austurhimin. Hálfkæfðir logar gjósa ur rústum dökkum. Kolsviðnir raftar standa í moldarmökkum: Morðeldsins spjót, er feldan hafa bæinn. Grasið er vott, en glitrar dögg um limin. Geirbúnir menn á dreif um hlaðið bíða. Glittir í hjálma og hörkusvipinn stríða: Héðinn og Njáll sjá aldrei framar daginn. FIosi í rauðum kyrtli bíður búinn. Blóð er á sverði hans. Af enni ljómar höfðingjans tign og dimmir skapadómar. Augu hans bindur brennumanna grúinn. Brúnirnar þyngjast, fast og myrkt hann starir: Höfuðlaus einhver hnígur, fyr en varir. II. Þyrill. Yfir hlíð og hálsa hefst þin rauða klettaborg, há með hnakkann frjálsa, heið sem fjarlæg sorg. Stoltið hreina og stríða, steinagrunnsins mátt, útsýnið víða þú átt.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.