Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 53
129
ég enn ekki ferðast á íslandi til rannsókna, og hafði þvi ekki tök
á, að brjóta allar hinar fornu frásagnir til mergjar, enda varð ég
þess síðar var, að allmargar eldgosaskýrslur annála og annarra
rita voru að ýmsu leyti gallaðar og athugaverðar. Höfundarnir
höfðu, sem eðlilegt var, ekki allir haft nægilega staðaþekkingu,
og höfðu oft hent lausafregnir á lofti eða gömul munnmæli, sem
ekki altaf voru sem áreiðanlegust. fetta verður þó varla láð hin-
um gömlu höfundum, ef menn hafa í huga, hve óáreiðanlegar
blaðafregnir oft eru á vorum dögum. Pegar ég á ferðum mínum
á íslandi 1882—1898 skoðaði eldfjöllin, gerði ég mér far um að
bera saman fornar eldgosaskýrslur við alla staðhætti, og fann þá
margt til skýringar og gat leiðrétt ýmsar missagnir. Allra þess-
ara leiðréttinga, með ýmsum hugleiðingum, sem af þeim spruttu,
er getið í ferðasögum mínum í »Andvara«, sem prentaðar voru á
árunum 1883—1899, og nú með ýmsum viðaukum í Ferðabók
minni 1913—1915. Pví miður hefi ég ekki átt því láni að fagna,
að aðrir íslenzkir fræðimenn hafi lesið þessar ferðasögur mínar;
þess hefi ég oft orðið var í skrifum þeirra. Nú hefir ýtarlegt re-
gistur verið prentað aftan við Ferðabókina, og ætti þá að vera
hægra að nota hana. Ég hefi orðið þess var, að sumir íslenzkir
rithöfundar, sem annars þekkja hinar eldri heimildir, lesa ekki rit
hver annars, vitna sjaldan eða aldrei til samtíðarmanna, og þó
þeir taki eitthvað frá þeim, geta þeir þess ekki. Af þessu leiðir,
að hinar nýrri rannsóknir njóta sín ekki, koma eigi að því gagni,
sem skyldi, og fornar missagnir eru sífelt endurteknar, þó búið
sé að leiðrétta þær fyrir löngu. Hér ætla ég að nefna fá atriði,
er snerta Eldfjallasögu mína, en fæst ekki við annað; aðrir verða
að sjá um sig.
Eitt af því, sem mér tókst að leiðrétta, var frásögnin um gos
Rauðukamba 1343 og eyðing Pjórsárdals, er seinni menn hafa
bygt á Biskupaannálum Jóns Egilssonar. Jón Egilsson, prestur á
Hrepphólum (f. 1548), var sómamaður og fróðleiksmaður, en
nokkuð einfaldur og auðtrúa; hann hefir þó gert sögu Islands
mikið gagn, með því að safna saman í eina heild mörgum sögu-
fróðleik um 16. öldina og fyrri tíðir eftir sögnum samtíðarmanna
og eldri manna, og eftir munnmælum alþýðu. Éað varð ekki hjá
því komist, að ýmsar missagnir blönduðust innan um, og verður
því eðlilega að nota annála hans með varúð og samanburði við
aðrar heimildir, þar sem þess er kostur.