Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 53

Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 53
129 ég enn ekki ferðast á íslandi til rannsókna, og hafði þvi ekki tök á, að brjóta allar hinar fornu frásagnir til mergjar, enda varð ég þess síðar var, að allmargar eldgosaskýrslur annála og annarra rita voru að ýmsu leyti gallaðar og athugaverðar. Höfundarnir höfðu, sem eðlilegt var, ekki allir haft nægilega staðaþekkingu, og höfðu oft hent lausafregnir á lofti eða gömul munnmæli, sem ekki altaf voru sem áreiðanlegust. fetta verður þó varla láð hin- um gömlu höfundum, ef menn hafa í huga, hve óáreiðanlegar blaðafregnir oft eru á vorum dögum. Pegar ég á ferðum mínum á íslandi 1882—1898 skoðaði eldfjöllin, gerði ég mér far um að bera saman fornar eldgosaskýrslur við alla staðhætti, og fann þá margt til skýringar og gat leiðrétt ýmsar missagnir. Allra þess- ara leiðréttinga, með ýmsum hugleiðingum, sem af þeim spruttu, er getið í ferðasögum mínum í »Andvara«, sem prentaðar voru á árunum 1883—1899, og nú með ýmsum viðaukum í Ferðabók minni 1913—1915. Pví miður hefi ég ekki átt því láni að fagna, að aðrir íslenzkir fræðimenn hafi lesið þessar ferðasögur mínar; þess hefi ég oft orðið var í skrifum þeirra. Nú hefir ýtarlegt re- gistur verið prentað aftan við Ferðabókina, og ætti þá að vera hægra að nota hana. Ég hefi orðið þess var, að sumir íslenzkir rithöfundar, sem annars þekkja hinar eldri heimildir, lesa ekki rit hver annars, vitna sjaldan eða aldrei til samtíðarmanna, og þó þeir taki eitthvað frá þeim, geta þeir þess ekki. Af þessu leiðir, að hinar nýrri rannsóknir njóta sín ekki, koma eigi að því gagni, sem skyldi, og fornar missagnir eru sífelt endurteknar, þó búið sé að leiðrétta þær fyrir löngu. Hér ætla ég að nefna fá atriði, er snerta Eldfjallasögu mína, en fæst ekki við annað; aðrir verða að sjá um sig. Eitt af því, sem mér tókst að leiðrétta, var frásögnin um gos Rauðukamba 1343 og eyðing Pjórsárdals, er seinni menn hafa bygt á Biskupaannálum Jóns Egilssonar. Jón Egilsson, prestur á Hrepphólum (f. 1548), var sómamaður og fróðleiksmaður, en nokkuð einfaldur og auðtrúa; hann hefir þó gert sögu Islands mikið gagn, með því að safna saman í eina heild mörgum sögu- fróðleik um 16. öldina og fyrri tíðir eftir sögnum samtíðarmanna og eldri manna, og eftir munnmælum alþýðu. Éað varð ekki hjá því komist, að ýmsar missagnir blönduðust innan um, og verður því eðlilega að nota annála hans með varúð og samanburði við aðrar heimildir, þar sem þess er kostur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.