Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 66
142
í Miðhúsum. Nærri eins og á jólunum. fá komu svo margir, og
allir voru þeir kátir, og allir gistu þeir þar. Fyrst var baðstofan
full, svo skálinn. Hinir sváfu úti i hesthúsi.
Allir þektu þeir Boggu, og allir vildu þeir hafa hana hjá sér.
En mest var gaman frammi í skálanum. Par var ekkert ljós-
áhald, því lampinn var í baðstofunni og týrurnar í búri og eld-
húsi. Pá átti Bogga ráð. Pabbi hennar gaf henni ætíð 6 kerti á
jólunum; en hún brendi ekki nema þrem þá. Prjú kertin geymdi
hún og fór með fram í skála gangnasunnudagskvöldið. — Einu
sinni gáfu þeir skálabúar henni aura fyrir ljósið. Hún var feimin
að taka við þeim, og geymdi þá í gamalli buddu innan í svæflin-
um sínum. Hún ætlaði að eiga þá, þegar hún fengi að fara í
kaupstaðinn. Pegar hún fór í fyrsta sitjn, gleymdist alt saman.
Og síðan tímdi hún ekki að missa þá.
Einu sinni var hún svo glöð; það var í hittifyrra. Hún var
svo undur, skelfing glöð, og langaði þá til að gera eitthvað fyrir
einhvern; því allur heimurinn væri svo ágætur. Pá tók hún
gömlu budduna með aurunum í og stakk í vasa sinn. Síðan
fór hún upp að fossi. Þangað lá leiðin, þegar vel lá á henni.
fá rann það upp fyrir henni, að hún hafði einu sinni setið þar
og grátið. En nú gat hún hlegið. Svo hló hún. — En hver
kom þá til að hugga hana. Fossinn gerði það. Pað var eins
og honum þætti vænt um hana. Henni þótti vænt um hann, og
buddunni henti hún langt út í fossinn — og hló, svo undir tók í
berginu. —
Alt þetta og miklu meira raktist upp fyrir lienni, þar sem
hún lá þreytt og innilokuð í baðstofunni í Hvammi. En hún
þurfti að vinna fyrir sér. — Og sumarið leið.
Svo var það einn dag um haustið, rétt eftir göngurnar, a&
Jósep bóndi kallaði á Boggu inn í Suðurhús. Frá því ’um morg-
uninn hafði hún verið að þvo tunnur suður við læk, og kom
beint þaðan, er hún mætti Jósep. Hann var eitthvað svo alvar-
legur á svipinn, að Boggu þótti nóg um. Bó var hann ekki reið-
ur. Hann settist við endann á borðinu undir glugganum, lagði
handleggina fram á það, og horfði á Boggu. Hún staðnæmdist
á gólfinu rétt innan við dyrnar, og vissi varla, hvað hún átti af
sér að gera.
♦ Settu þig niður, Ingibjörg, ég þarf að tala ögn við þig,c
segir Jósep.