Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 71
M7 lendu orð orði til orðs, heldur valið þá leiðina, að láta nýyrðin ná sem bezt þeim hugtökum, sem útlendu orðin tákna, svo að þau yrðu íslenzkum lesendum sem skiljanlegust. Og þetta hefir honum víðast vel tekist. Vér skulum sem dæmi nefna: bls. 136: æfisjá (horoskop), 150: sívaki (perpetuum mobile), 364: fræðinautur (fellow), 428: »Nátt- úrubarnið« (L’Ingénu), 438: vandræðabarn (enfant terrible) o. s. frv. En þó að málið sé yfirleitt gott, þá má þar þó á stöku stað finna galla, sem maður hefði helzt kosið að reka sig ekki á í jafn- góðri bók. Þannig er »og mun hafa gert hálf spaugilega »fígúru« i frönsku sölunum« (bls. 457) ekki íslenzka, heldur danska. Og sama má segja um »sekreteri (f. ritari) hermáladeildarinnar« (49), »útgrunda« (135, d. udgrunde) og »ekki einasta« (f. ekki einungis eða aðeins), sem notað er um alla bókina. Betra væri og arfþegi eða arfi en »arftaki« {127), þó arftak og arftekja sé til í íslenzku. Oft notar höf. orðið »endrar« (t. d. 116, 133), sem vér könnumst ekki við og ekki finst í neinni íslenzkri orðabók, í stað endranær eða endrarnær. Rangar beygingar koma fyrir í »á merkum úti« (461) f. á mörkum úti, og í »brinti« (188, f. hratt), þó það kunni að koma fyrir í slæmu dag- legu tali. Rangt er líka »að missa sjónir (f. sjónar) á e-u« (223, 316) og »taka of djúpt árinni« (6) f. taka of djúpt í árinni, sem gæti þó verið prentvilla, eins og »vísundum« (6) f. vísindum (vísundur = bíson- uxi). Af stafsetningarvillum má nefna »lýst« (3) f. lízt, »hniðja« (433 og víðar) f. hnyðja, »sjálfbyrgingsskap« (482) f. sjálfbirgingsskap, »skyldist« (451) f. skildist og »skildur« f. skyldur. En allra þessara smágalla gætir lítt í samanburði við kostina. En eitt viljum vér að lokum taka fram. Til þess að bók þessi geti komið alþýðu manna að fullum notum sem handbók, sem hún á að verða, verður að semja gott og ýtarlegt registur yfir öll bindin, ekki einungis yfir mannanöfn og staða, heldur og efnisregistur. Til þess verður alþingi að veita fé, enda væri því vel varið og í alþýðu þágu, en ekki höfundarins. V. G. BJARNI SÆMUNDSSON: KENSLUBÓK í DÝRAFRÆÐI handa gagnfræðaskólum. Rvík 1914. 204 bls. 8°. Með 289 myndum. Bókmentir íslendinga eru ekki auðugar af kenslubókum, sem nokk- ur veigur sé í, og því hefir alt til þessa orðið að nota útlendar bækur í mörgum greinum við kenslu í hinum æðri skólum vorum. í’að er því fagnaðarefni, að hér er komin ágæt kenslubók í dýrafræði, sem er snið- in eftir þörfum íslendinga og bygð á íslenzkum rannsóknum, og því frumsamin i orðsins réttu merkingu. Meginþorri kenslubóka vorra er þýddur úr útlendum málum, þó þess sé sjaldan getið, og því ekki altaf við alþýðu hæfi. Þessi kenslubók er alstaðar bygð á eigin þekk- ingu og rannsókn höfundarins, þar sem um íslenzk dýr er að ræða, og er það ekki lítill kostur. Allmargar af myndunum hefir höf. sjálf- ur dregið upp eftir náttúrugripunum. Bókin er lipurt samin og fyrir- komulag svipað, eins og nú er títt ( kenslubókum, sem notaðar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.