Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 74

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 74
150 *blikkbaukur« (218) f. pjáturbaukur og ivatnsþétt- ur« (186) f. »vatnsheldur< (224)- 1 skólabók ríður á að vanda stafsetning, og einkum að gæta samkvæmni í henni. En á því er talsverður misbrestur, þó vér hirð- um ekki að telja nema örfá dæmi. I’annig er stundum ritað »kjöt- tæjuri (29), en annarstaðar rétt »kjöttægjur« (78), stundum »meirari« (205), en annarstaðar rétt »meyr« (42) og »meyr- u m « (2 20). Þá er og ritað »seimi« (27) f. seymi (til að sauma með), »kvellhetta« (120) f. hvellhetta o. s. frv. En þó finna megi þannig ýmsar misfellur á búningi bókarinnar, þá eru þær þó bæði fáar og lítilvægar í samanburði við alla kostina. Og hinn ytri frágangur samsvarar fyllilega innihaldinu, bæði prentunin, pappírinn og myndirnar, sem alt er í bezta lagi. Bókin er yfirleitt bezta bók, höf. til mikils sóma og þjóð vorri stórfengur. V G. ÁRSRIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1914. Rvík >9* 5' . I þessu ársriti eru 6 erindi flutt á félagsfundum: 1. Jón Porláks- son: Nokkur atriði viðvíkjandi járnbrautarlagningu frá Rvík til Þjórsár. 2. N. P. Kirk: Nogle Bemærkninger om Rvik Havn. 3. P. F. Jensén: Generalstabens Opmaaling af Island. 4. Ásgeir Torfason: Um íslenzkt eldsneyti. 5. Guðm. Hlíðdal: Röntgengeislar. 6. Th. Krabbe: Nogle mindre Vandbygningsarbejder ,paa Island i de senere Aar. í’ar er og önnur smáritgerð um hina fyrirhuguðu járnbrautarlagningu, eftir Jón Þorláksson, og af öllum þessum ritgerðum, nema Röntgengeislafyrir- lestrinum, útdrættir á ýmist ensku, þýzku eða frönsku. Er það vel farið, því öll þessi erindi eru svo einkar merkileg og fróðleg, að gott er að fleiri en íslendingar fái tækifæri til að kynnast þeim. En fyrst og fremst eru þau þó þeim ætluð, og væri óskandi, að sem flestir létu ekki undir höfuð leggjast að fá sér ritið, sem kostar ekki nema einar 2 kr. Ennfremur er í ritinu yfirlit yfir helztu mannvirki gerð á íslandi 1914, og sést af því, að þá hafa verið lagðir samtals 34,4 km. ak- vegir fyrir kr. 8445.0,12, 5 steinsteyptar brýr fyrir kr. 34235,27, ritsímar og talsímar fyrir kr. 728750,00 á landssjóðs kostnað, auk ýmsra einkatalsíma, sem landsíminn hefir séð um lagningu á, og bygðir vitar fyrir samtals kr. 23350,00. Af hafnarvirkjum var unnið áfram að Rvíkurhöfn (og greitt fyrir verkið kr. 330000,00) og að Vestmannaeyjahöfn (greitt á árinu kr. 40000,00). Á raf- veitu var byrjað í Vestmannaeyjum, en henni ekki lokið fyr en 1915. Úr steinsteypu hafa 5 kirkjur verið bygðar og 20000 kr. varið til aðgerðar á dómkirkjunni í Rvík. Auk þess reist nokkur barnaskólahús, pósthús f Rvík (fyrir 60000 kr.), með lyfti- vél, raflýsing og miðstöðvarhitun, og peningshús á Hólum í Hjaltadal fyrir 13000 kr. í Rvík hafa verið lögð holræsi fyrir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.