Eimreiðin - 01.05.1916, Page 76
152
að íslenzki gróðurinn sé ávalt hinn staðbezti. En vill ekki Haldór rækta
íslenzkt fræ?
Smágrein eftir Ásg. Torfason um gaddavír er mjög þarfur
leiðarvísir til að reyna, hve vírnum sé ryðhætt. Ekki vanþörf á, að
vekja menn til umhugsunar um. að kaupa vírinn ekki óreyndan.
Hörmulegt að sjá, hve illa menn veija fé sínu, með því að gera girð-
ingar úr vír, sem kolryðgar strax á i. ári. — Skyldi það vera frá-
gangssök, að koma á almennu eftirliti með öllum þeim vír, er flyzt til
landsins?
Sig. Guðmundsson: Um búreikninga. Ytarleg grein, bygð
á athugunum og reynslu höfundar. En er litið er á, hversu rfslenzkir
bændur eru frábitnir allri reikningsfærslu, þá er augljóst, að til-
lögur höf. koma fjöldanum ekki að verulegu liði. Víst er um það, að
tilfinnanlegur skortur er á búreikningum og allskonar búnaðarathugun-
um, er kemur bændum sjálfum í koll, og gerir innlendri búfræði erfitt
uppdráttar. Gagnlegt er það mjög, að um búreikninga sé talað í
ræðu og riti — þá líkindi til, að augu manna opnist fyrir nauðsyn
þeirra.
Þá er grein eftir bændaöldunginn Torfa Bjarnason um
hallcerisvarnarmálib. Sýnir hann þar glögglega fram á, að aðgerðir
þingsins í því máli séu hvergi nærri fullnægjandi. Að fóðurforðabúr,
bjargráðasjóður og hverskonar hallærisvarnir, sem hið opinbera kemur
á fót, séu máttlítið kák, með öllu ónóg trygging, meðan bændur bind-
ist ekki frjálsum samtökum að bæta ásetninginn að mun. í’egar allur
almenningur sjái og skilji voðann, er sí og æ vofir yfir íslenzkum bún-
aði, þá verði bústofninum fyrst borgið. Þessi aðvörunarorð hins
merka, nú látna, manns ættu að geta verið brýn hvatningarorð til
yngri manna, til að vinna að því, að samtök þessi komist á, og
áhuginn á því fari sívaxandi, að horfellirinn hverfi úr búnaðarsögu ís-
lands. —
XXIX. ár.
Guðm. Davíðsson: Nokkur orh um æjbarvörp. Jafnframt
því sem grein þessi er skemtileg frásögn athuguls manns, sem hefir
verið varpbóndi í 18 ár, og nokkrar bendingar um meðferð á vörp-
um, þá er hún einnig nokkur vel valin alvöruorð til »veiðiþjófanna«.
Svo kalllar höf. menn þá. er virða að vettugi landslög og mannúðar,
og drepa, særa og styggja æðarfuglinn við strendur landsins. Sýnir
hann fram á, hvernig gagn skotmanna geti aldrei verið nema örlítið,
í samanburði við tjón það, er þeir gera varpeigendum.
Jón Hannesson: Hey'ójiun. Höf. drepur á nokkur atriði
hennar. Greinin er hugleiðingar um ýmsar umbætur, er honum þykir
gjörlegar og komið gætu að notum. Bendir á, að aðal-framfaramál
búnaðarins sé, að heyaflinn og not hans geti aukist. Minnist hann á
4 leiðir til þess: i. aukna ræktun, 2. að flýta heyskapnum, 3. að
lengja heyskapartímann, 4. að spara hey og bæta. — Áðal-framtíðar-
málið er vitaskuld aukin ræktun, er hingað til hefir fyrst og fremst
strandað á áburðarskorti, sem meðal annars hefir stafað af illri áburð-
arhirðingu. Bendir höf. lauslega á nokkra búhnykki til áburðarauka,
og sýnir fram á, að æskilegt væri, að bændur gætu komist að raun