Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 3
159
háa stjórnarráði og fálkanum harmkvælalaust snúið á hina
hliðina,
Það verður víst varla sagt, að Islendingar hafi. að ráði fagnað
breytingunni — eftir blöðunum frá þeim tíma að dæma. Sum
þeirra létu þó ánægju sína í ljósi yfir henni, en nokkur létu sér
fátt um finnast, og eitt taldi óánægjuna með þorskmerkið ekki
bygða á góðum rökum. En þess ber nú að gæta, að einmitt um
þessar mundir voru viðsjár með pólitísku flokkunum, hugir manna
beindust mest að stjórnarbreytingunni, sem þá fór í hönd, og mál-
ið um breytingu merkisins hafði ekki verið á dagskrá, og því fá-
ir veitt því nokkra athygli. Flokkurinn, sem hafði orðið undir í
stjórnarskrármálinu, vildi víst ógjarna lofa nokkuð af því, sem
stjórnin gerði, og mun því hafa þaggað niður umtal um merkið;
því grunur minn er það, að flestum íslendingum muni heldur hafa
þótt vænt um breytingu þess, þó þeir hefðu það ekki mjög á
orði. Sumir létu þó ánægju sína í ljós yfir henni, eins og vinur
minn, sem sagði, að merkið táknaði »snarræði'og styrkleika, flug
til himins og víðsýni«. Pað er nú ef til vill nokkuð djúpt tekið í
árinni, þegar tillit er tekið til þess, að fálkinn húkir þar með felda
vængi og stendur á engu, svo að það vantar »bara trébútinn und-
ir hann til að sýna, að hann sé úttroðinn«, eins og hr. Thiset seg-
ir. I stað þess að tala um snarræði og himnaflug, hefði meiti-
yrtur maður getað sagt um fuglinn, að þar sylti sitjandi
kráka.
Ég gat þess að framan, að kröfurnar um nýtt merki hefðu
aðallega verið tilfinningamál. Á seinni tímum hefir sú skoðun
verið alin upp í mönnum, að merki, myndir og nöfn ættu meir
eða minna að tákna einhverjar dygðir og mannkostj, kjark og
karlmensku, sem allar þjóðir víst þykjast eiga í ríkum mæli, en
flestar hafa af skornum skamti. Petta ósögulega ‘symbólska’
eða líkinga fimbulfamb hefir komið fram í umræðunum um
merkið áður, og nú á síðustu tímum einkum ,um flaggið.
Á hæsta stigi kemur þetta fram í ræðu eins reynds og ráðsetts
þingmanns um fánamálið á alþingi 1914. Menn lesa nú, ef til
vill, ekki Alþingistíðindin niður í kjölinn, og því get ég ekki
stilt mig um að tilfæra hér þennan kafla úr ræðunni,
því að til þess eru vítin, að varast þau. P’ingmaðurinn
segir svo:
11
*