Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 36

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 36
192 1650. Innbyrðis afstaða þessara stjarna hefir lítið breyzt í 21/» öld, svo umferðartími þeirra hlýtur að vera afarlangur. Með lit- sjánni fann Pickering svo 1890 aðra jarðstjörnu við Mízar, sem ekki sést í sjónpípu; hún hleypur kringum aðalsólina á rúmum 20 dögum. Pá hefir með litsjánni nýlega einnig tekist að finna félagsstjömu við Alkor; það er líka sjálfbjört stjarna, sem þyrlast með ógurlegri ferð kringum móðursólina, líklega á fáum klukku- stundum; tímalengdin hefir ekki enn verið nákvæmlega ákveðin. þannig kemur það í ljós, að hin alkunna stjarna Mízar er sam- sett kerfi með 5 sólum með ýmsum brautum og mjög misjöfn- um umferðartímum, en þó eru allar sólir þessar hver annarri á- hangandi og nátengdar innbyrðis. Pað eru öll líkindi til, að hér séu líka dimmar plánetur við þessar stjörnur, að minsta kosti sumar, og ekki er óhugsandi, að lifandi verur kunni að vera á jarðstjörnum þessum. Pað hlýtur að vera mjög einkennilegt fyrir það fólk, sem þar býr, að sjá 5 sólir misstórar á lofti í einu, eða að minsta kosti einhverjar stöðugt uppi, svo aldrei verður þar nótt né dimma. Um sjúkrasamlög. Kftir VALD. ERLENDSSON, lækni. EINKUNNARORÐ: Hví vill ei saml'óg sveitin fríð og Sifjar hlýjn þekkjast ráð, og styrkja hver annars hónd í hríð, með huga einum skaþa dáð! (JÓN ERLENDSSON ELDON.) Pótt hugmyndin um sjúkrasamlög, eða fyrirrennara þeirra, eins og þau starfa nú á tímum í flestum siðuðum löndum í Norð- urálfunni, sé máske allgömul, þá er ekki svo ýkjalangt síðan, að hún hefir verið framkvæmd. Pað má hiklaust fullyrða, að stofnun

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.