Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 34
sólkerfi eru bygð á svipaðan hátt og sólkerfi vort, þó ekki hafi
enn tekist að ná í hinar smærri plánetur. Eins og vér fyr gát-
um, hafa með því verkfæri meðal fastastjarna fundist allmargar
tvístjörnur, sem ganga hvor í kringum aðra eða snúast um sam-
eiginlega þungamiðju; en slík sólkerfi eru að mörgu leyti ólík
voru sólkerfi; því jarðstjörnur þær, sem þar hafa fundist, eru af-
arstórar og slaga hátt upp í aðalsólina; af því skapast alt annað
eðli og háttalag í þeim sólheimum.
Stjörnufræðingar þekkja nú orðið mikinn fjölda af tví-
stjörnum, sem eru dreifðar um alla himinhvelfinguna; yfir 14
þúsundir þeirra hafa verið skrásettar, og þeim fjölgar á hverju
ári.1) Tvístjörnur eru mjög mismunandi fjarlægar hvor annarri,
en umferðartími þeirra stjarna, sem hægt hefir verið að greina
sundur í sjónpípum, er oftast langur, nokkur ár í minsta lagir
eins og hjá hinum ytri plánetum í voru sólkerfi, en stundum
getur hann líka verið heilar aldir eða jafnvel þúsundir ára.
Hnettirnir í tvístjörnukerfunum eru ýmist jafnstórar sólir, sem
snúast um sameiginlega þungamiðju, eða þá reikistjörnur, sem
eingöngu aðgreinast frá plánetum í voru sólkerfi við hina sjátf-
stæðu birtu þeirra; reikistjörnur þessara sólkerfa eru ekki ennþá
kólnaðar og orðnar dimmar. Til forna hefir sól vor eflaust líka
verið tvístjarna, meðan Júpíter enn var svo heitur, að hann var
lýsandi;2) en þar á undan hefir sólin verið margföld stjarnar
meðan hinar reikistjörnurnar ennþá voru sjálfbjartar.
þess hefir áður verið getið, að litsjáin hefir leitt í ljós ýrnsar
stjörnusamstæður, sem eigi er hægt að greina sundur með sjón-
pípum, sumpart af því hnettirnir eru svo nálægir hver öðrum,
sumpart af því þeir eru kólnaðir og orðnir dimmir. Sumar af
þessum aukastjörnum hafa mjög stuttan umferðartíma, af því þær
eru svo nálægar aðalsólinni og fara því mjög hart. Litsjáin hefir
t. d. sýnt, að björt stjarna í Meyjarmerki, sem kölluð er Spíka,
er tvístirni; félagsstjarnan er ósýnileg og fer kringum aðalsólina
Hér munum vér aðeins stuttlega minnast á tvístjörnur, því um þær hefir
nýlega staðið grein í »Skírni« (1905, bls. 238—249) eftir Sir Robert Ball, sem
Magnús Stephensen þýddi. Hér setjum vér aðeins nokkra viðauka við þá grein,
en vísum annars þangað.
2) Jupíter mun varla fullkólnaður enn, því menn þykjast enn verða varir vi6
miklar byltingar og breytingar á yfirborði þessarar jarðstjörnu.