Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 70
226
umtalaða hungur í Berlín. Og ölið var enn betra, svo ég get vel
skilið, að seint muni komast á aðflutningsbann hjá Pjóðverjum. En
mjög áfengt er ölið ekki, og segja kunnugir, að meðalmaður rnuni
þurfa 3 könnur til að gjörast kendur, en að minsta kosti io til að
verða út úr; en mikið er þó komið undir, hve fljótt er drukkið;
því líði nokkurt bii á milli skamtanna, geta lifur og nýru náð að
losa líkamann við eitrið. En sé fljótt drukkið, eins og við kapp-
drykkjur hjá Pjóðverjum, þá segir maginn til sín með velgju, vill
ekki meira og selur upp af sjálfsdáðum eða með tilhjálp. Róm-
verjar notuðu páfuglsfjöður til að kitla með kokið, en Pjóðverjar
nota fingurna. Pjóðverjar hafa sem sé lengi verið annálaðir fyrir
bjórdrykkju, og þykir þar karlmenska, að geta tæmt sem flestar
ölkönnur í rykk við sum hátíðleg tækifæri. Einkum ber á þess-
um metnaði meðal stúdenta. Við samdrykkjur þeirra fer alt fram
eftir lögbundnum venjum með ýmsum formálum og »seremóní-
um«. Pegar yfirbyrlari eða drykkjustjóri (magister bibendi) hefir
gefið merki, með því að hlunka sinni krukku í borðið, gjöra allir
hinir slíkt hið sama, svo að af því verður dynkur mikill. Drekka
þá allir til botns í einu andartaki og setja könnuna aftur á borð-
ið með opnu loki. En ef einhver svíkst undan og hefir ekki lok-
ið úr könnunni, en samt látið hana opna standa, þá er öllum
heimilt að setja könnur sínar ofan á hans, og um leið skyldast
þessi hálfdrættingur til að fylla allar könnur félaga sinna.
Á Psorrhúsinu sátu nú að drykkju menn af ýmsum stéttum,
eldri og yngri, og drukku sumir fast. Eg sá gestina hverfa við
og við út í ranghala út úr sjálfu ölhúsinu. Par var laglegt her-
bergi, og gátu menn þar þvegið sér um hendur o. fl. En í einu
horninu stóð lítið altari, að mér sýndist. Pað var úr marmara og
haglega smíðað. Eg spurði félaga minn, í hvaða helgiskyni þetta
altari væri reist. »Pað er helgað Bakkusi,« sagði hann, og sýndi
mér nánar byggingu þess. Pað var þá holt innan, og trektmynd-
að ofantil, en frárensli úr því niður, eins og úr vatnsalerni. Við
barmana voru handrið sitt hvoru megin úr skygðum málmi.
»Pessi handrið eru til stuðnings fyrir vel drukna menn, sem koma
hingað í þeim erindum að færa fórnir ölguðinum« — sagði félagi
minn, sem oft hafði verið viðstaddur slíkar fórnfæringar. — »Jörð
tekr við ölþri« — stendur í Eddu. Mér þótti þetta alt hugulsamt
og nærgætið við gestina, en mér fanst eiginlega vanta altaristöflu
eða líkneski hins góðglaða Bakkusar til að prýða þessa kapellu.