Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 75
231
ekki um landvinninga stærðfræðisskólans í hagfræði, sem hvíla á nota-
gildi síðustu einingarinnar (Grenznutz, marginal utility). Hallast þó
flestallir yngri vísindamenn að þeim skoðunum og þær eru kendar við
flesta háskóla. — Frá sjónarmiði Jónasar er greinin annars mjög ljós,
að vanda.
Þórólfur Sigurðsson ritar um auðsjafnaðarkenningar. í þessu
hefti um kenningu George, að setja jarðaskatt einan í stað allra annarra
skatta. Gerir hann þar engan greinarmun á skatti þeim, sem George
barðist fyrir, og jarðasköttum nútímans. Hann greinir heldur ekki milli
verðhækkunarskatta og tekjuhækkunarskatta, og er þó mikill munur á
áhrifum þeirra. í'ýzku skattarnir heyra undir verðhækkunarskatta, en
ensku skattarnir eru í rauninni tekjuhækkunarskattar. Virðist stundum
bóla á nokkrum misskilningi hjá honum, sérstaklega um andmælin gegn
skattinum. Hann virðist t. d. ekki hafa veitt því atriði eftirtekt, að
skatturinn getur orðið ranglátur í garð þeirra jarðeigenda, sem keypt
hafa verðhækkunina fullu verði, en jörðin ekki orðið síðar fyrir neinni
óverðskuldaðri verðhækkun. Þar lendir skatturinn á öðrum, en til er
ætlast. Annars mun það vera í fyrsta skifti sem ritað er um kenn-
ingar George á íslenzka tungu.
Auk þessara greina eru þar greinar eftir Benedikt Jónsson
um stríðið, Benedikt Bjarnason um andlegan jarðveg þjóðarinnar
og enn fleiri ritgerðir.
Að öllu má finna. í'að, sem gefur riti þessu sérstakan blæ, er
ekki, að alt efnið sé óskeikult, heldur, að menn verða varir nýrra
strauma heima og manna, sem standa á bak við. f’etta er skref »til
að vekja þjóðina og halda henni vakandi?. Nýjar stjórnmálaleiðir eru
á uppsiglingu. Hver veit, nema þarna sé frækorn til nýrrar öflugrar
og frjálslyndrar stjórnmálastefnu á íslandi, sem svo margir vonast
eftir. Hébinn Valdimarsson.
SELMA LAGERLÖF: JERÚSALEM I. Þýtt hefir Björg P.
Blendal. Rvík 1915 (Sig. Kr.).
Innganginn að þessari frægu skáldsögu Selmu Lagerlöf þekkja
lesendur vorir úr Eimr. XI, 185—213 (»Ingimararnir«). En hér birt-
ist alt fyrra bindið, og í ár er von á síðara bindinu, þar sem sagt er
frá Jórsalaferð Svíanna. En hér er sagt frá aðdragandanum til þeirrar
ferðar og lýst Iífi manna og háttum heima í Dölunum í Svíþjóð. Er
sú lýsing aðdáanlega vel gerð, fræðandi, skemtandi og skáldleg. Og
svo vel er þýðingin af hendi leyst,* að snild höf. og þýð. haldast fylli-
lega í hendur. Væri ekki verið að lýsa lífi og staðháttum, sem eru
svo frábrugðnir íslenzkum háttum, mundi enginn verða þess var, að
hér væri um þýðingu að ræða, heldur frumsamið rit eftir þaulæfðan
höf., sem væri orðinn mjög leikinn í málinu. Það er gaman að fá
listaverk þýdd á vora tungu, þegar svo vel er þýtt. Þessa bók ætti
fólkið að kaupa. Því hún er í alla staði snildarverk. V. G.