Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 46
202
Pað er lögboðið, að öll sjúkrasamlög eigi af fremsta megni
að mynda viðlagasjóð. Ýmsar aukatekjur, sektir og ennfremur
upptökugjaldið eiga að renna í hann. Þótt allmörg sjúkrasamlög
í Danmörku eigi næsta erfitt uppdráttar, þrátt fyrir hina miklu
hjálp af ríkisins hálfu, þá nema þó eignir allra ríkisviðurkendra
sjúkrasamlaga hérumbil 7 miljónum króna, eða með öðrum orð-
um um 11 krónum fyrir nef hvert.
Eins og gefur að skilja, er kostnaðurinn við læknishjálp aðal-
útgjöld sjúkrasamlaganna. Pað er því um að gera fyrir þau, að
fá sem bezt kjör hjá læknum, eða með öðrum oröum að fá
læknishjálpina eins ódýra og unt er. í Kaupmannahöfn, öllum
kaupstöðum og stærri þorpum og allvíða til sveita hafa sjúkra-
samlögin fasta samninga við lækna um ákveðna þóknun árlega.
Læknalaunin eru enn þá dálítið mismunandi í hinum ýmsu lands-
hlutum. Á öllu Jótlandi eru þau nálega jafnhá, og fá læknar hér
sem ársþóknun frá sjúkrasamlögum 11 kr. fyrir hverja fjölskyldu
°g 51/3 kr. fyrir hvern einhleyping, en fyrir einstæðan mann eða
konu með börnum fá þeir 8^/a kr. á ári. Launin eru nokkru
lægri í Kaupmannahöfn og á eyjunum.
Alt til þessa tíma hafa launin aðeins numið 8 kr. fyrir fjöl-
skyldu og 4 kr. fyrir einhleyping. Og ekki alls fyrir löngu voru
launin enn þá miklu lægri, og voru þannig í fyrstu, er verið var
að koma sjúkrasamlögunum á stofn, allvíða aðeins 2 kr. fyrir
fjölskyldu hverja á ári! Petta voru auðvitað mestu sultarlaun
fyrir læknana, en þeir voru svo vægir í kröfum í fyrstu við
sjúkrasamlögin, til þess að þau gætu komið fótum undir sig og
ekki farið á hausinn jafnharðan og þau mynduðust. Petta hefir
komið læknastéttinni í Danmörku að góðu haldi, því að það eru
nú einmitt sjúkrasamlögin, sem gefa þeim drýgstu og vissustu
tekjurnar; því á síðustu árum hafa sjúkrasamlögin árlega greitt
hérumbil 3V2 milj. kr. til allra lækna landsins; og þegar þess er
gætt, að varla eru fleiri en 1500 sjálfstæðir starfandi læknar í
Danmörku, þá er það góður skamtur, sem hver fær að meðaltali,
ef að jöfnu væri skift á milli þeirra; en því fer auðvitað fjarri.
Auk föstu launanna fá lælcnar aukaþóknun fyrir stærri »ópera-
tiónir«, þar sem að minsta kosti tveir læknar þurfa að vera við-