Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 14
i;o Danmörku, enda voru fálkaveiðar þar, eins og Thiset bendir á. Á Norðurlandakorti Olaus Magnus’ frá 1539 situr hvítur fálki með þöndum vængjum á einu af norður-nesjum íslands, en á nesinu gagnvart honum er hvítur hrafn; svo er og á íslandskorti hans frá 1548. Á hinu svo kallaða Vedels-korti af Islandi, sem í raun og veru er kort Guðbrands biskups, og birt var í Ortelius’ »The- atrum orbis terrarum* 1585, sjást og hvítir hrafnar og fálkar. En á öllum þessum kortum eru líka mörg önnur dýr og margskonar kynjaverur. Ef nú fálkinn á að vera merki íslands vegna þess, að hann einu sinni var vel þekt vara frá íslandi, þá er hætt við, að réttur þorsksins sé borinn fyrir borð; því að enginn útflutningur frá íslandi kemst til jafns við hann. Nei, það er »symbólíkin«, en ekki útflutningurinn, sem hefir stutt fálkann til sigurs í þessu máli. Fálkamerkin stafa alment frá styrjaldar- og veiðitímum upp á gamla móðinn, og það er ungæðislegt og nokkuð hjákátlegt fyrir friðsama þjóð, eins og Islendinga, að fara að dubba sig með því merki nú á tímum, þegar fálkans gætir að engu. Því það er næsta óvanalegt nú á tímum, að þjóðir, stofnanir eða einstaklingar, sem annars eiga gamalt merki, fari að nauðsynjalausu að taka upp nýtt merki. Nú á tímum hafa sem sé þess konar merki aðallega sögu- lega þýðingu; og því eldri sem merkin eru, því meira þykir til þeirra koma. Og sögulega séð er þorsk-merkið skjaldmerki íslands. Pað hafði fyrst þegjandi verið notað þannig, og síðan fengið löggild- ingu Danakonungs, og er sú löggilding engu verri en fálkamerk- isins, sem íslendingar hafa látið sér lynda, þótt hún væri gerð án vitundar þeirra. Ef ályktanir Thiset’s eru réttar, má rekja þorsk- merkið fimmhundruð ár aftur í tímann, að minsta kosti. En það hefir breyzt með tímanum; líklega hefir þorskurinn ávalt verið hauslaus, en í byrjun óflattur. Heraldiskt skoðað er merkið ekki ljótt, silfur-þorskur með gullkórónu í rauðum feldi; og einkenni- legt er það vissulega (11. mynd).1) Ef ekki þótti fallegt að hafa Skjalavörðurinn segir, að í útlendum bókum um skjaldmerkjafræði sé merk- isins oft getið sem sérlega einkennilegs merkis, jafnvel þar, sem ekki sé minst á skjald- merki Dana, t. d. í A. M. Hildebrandt: Heraldisches Musterbuch, Berlin 1872. í*á bók hefi ég ekki séð. En enski skjaldmerkjafræðingurinn A. C. Fox-Davies telur það líka einkennilegt (A complete guide to heraldry, London 1909, bls. 255); þó bók hans sé prentuð sex árum eftir að fálkamerkið var lögleitt, veit hann ekkert um það. Svona er það að breyta gömlu merki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.