Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 14
i;o
Danmörku, enda voru fálkaveiðar þar, eins og Thiset bendir á.
Á Norðurlandakorti Olaus Magnus’ frá 1539 situr hvítur fálki með
þöndum vængjum á einu af norður-nesjum íslands, en á nesinu
gagnvart honum er hvítur hrafn; svo er og á íslandskorti hans
frá 1548. Á hinu svo kallaða Vedels-korti af Islandi, sem í raun
og veru er kort Guðbrands biskups, og birt var í Ortelius’ »The-
atrum orbis terrarum* 1585, sjást og hvítir hrafnar og fálkar. En
á öllum þessum kortum eru líka mörg önnur dýr og margskonar
kynjaverur. Ef nú fálkinn á að vera merki íslands vegna þess, að
hann einu sinni var vel þekt vara frá íslandi, þá er hætt við, að
réttur þorsksins sé borinn fyrir borð; því að enginn útflutningur
frá íslandi kemst til jafns við hann. Nei, það er »symbólíkin«, en
ekki útflutningurinn, sem hefir stutt fálkann til sigurs í þessu máli.
Fálkamerkin stafa alment frá styrjaldar- og veiðitímum upp á
gamla móðinn, og það er ungæðislegt og nokkuð hjákátlegt fyrir
friðsama þjóð, eins og Islendinga, að fara að dubba sig með því
merki nú á tímum, þegar fálkans gætir að engu. Því það er næsta
óvanalegt nú á tímum, að þjóðir, stofnanir eða einstaklingar, sem
annars eiga gamalt merki, fari að nauðsynjalausu að taka upp nýtt
merki. Nú á tímum hafa sem sé þess konar merki aðallega sögu-
lega þýðingu; og því eldri sem merkin eru, því meira þykir til
þeirra koma.
Og sögulega séð er þorsk-merkið skjaldmerki íslands. Pað
hafði fyrst þegjandi verið notað þannig, og síðan fengið löggild-
ingu Danakonungs, og er sú löggilding engu verri en fálkamerk-
isins, sem íslendingar hafa látið sér lynda, þótt hún væri gerð án
vitundar þeirra. Ef ályktanir Thiset’s eru réttar, má rekja þorsk-
merkið fimmhundruð ár aftur í tímann, að minsta kosti. En það
hefir breyzt með tímanum; líklega hefir þorskurinn ávalt verið
hauslaus, en í byrjun óflattur. Heraldiskt skoðað er merkið ekki
ljótt, silfur-þorskur með gullkórónu í rauðum feldi; og einkenni-
legt er það vissulega (11. mynd).1) Ef ekki þótti fallegt að hafa
Skjalavörðurinn segir, að í útlendum bókum um skjaldmerkjafræði sé merk-
isins oft getið sem sérlega einkennilegs merkis, jafnvel þar, sem ekki sé minst á skjald-
merki Dana, t. d. í A. M. Hildebrandt: Heraldisches Musterbuch, Berlin 1872. í*á bók
hefi ég ekki séð. En enski skjaldmerkjafræðingurinn A. C. Fox-Davies telur það líka
einkennilegt (A complete guide to heraldry, London 1909, bls. 255); þó bók hans sé
prentuð sex árum eftir að fálkamerkið var lögleitt, veit hann ekkert um það. Svona
er það að breyta gömlu merki.