Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 35
á rúmum 4 dögum; hraði hennar á brautinni er 89 km. á sek., en fjarlægð hennar frá sólu aðeins 4,880,000 km. I þessu sól. kerfi sýnir litsjáin þá jarðstjörnu, sem er 12 sinnum nálægari sólu en Merkúríus, hin næsta pláneta sólu í voru sólkerfi, og fer 22 sinnum fljótar um þyngdarmiðjuna en Merkúríus, sem er 88 daga á leiðinni. í litsjánni hafa menn uppgötvað margar aðrar reiki- stjörnur með mjög stuttum umferðartíma, og sumar virðast jafn- vel þjóta á nokkrum eyktum kringum meginsólina. Oft eru hnettirnir í tvístjörnusambandinu hérumbil jafnstórir, fer þá hvor- ugur kringum hinn, en báðir halda sér í jafnvægi, eins langt hvor frá öðrum sem hægt er, en þó með fastri innbyrðis fjarlægð, og hringsóla þá kringum sameiginlega þungamiðju, og þarf það alls ekki að vera hnöttur, heldur aðeins tómt rúm. Það hefir komið í ljós, að margar stjörnur eru eigi aðeins tvöfaldar, heldur margfaldar; sumar eru þrefaldar eða fjórfaldar, og menn hafa líka fundið fimmfaldar stjörnur, áttfaldar og jafnvel 16-faldar; en slík margstirni eru þá orðin að stjörnuklasa, þar sem alt hringsnýst hvað um annað, og það jafnvel ennþá fleiri stjörn ur; en lítt hefir .mönnum tekist að rannsaka þær hreyfingar. Víst er það, að í mörgum stjörnuþyrpingum eru sólirnar vegna upp- runa og nálægðar mjög tengdar hver annarri, svo að þyngdarlög- málið heldur þeim saman innan vissra vébanda; en mörg undar- leg fyrirbrigði hljóta að vera þar á ljósaskiftum og öðru á þeim plánetukerfum, er þeim sólum fylgja. Vér höfum áður getið þess, að tvístjörnur eru oft mislitar, og hlýtur það að vera afarundar- legt fyrir þær verur, er búa kunna á jarðstjörnum í þeim sólkerf- um, að sjá mislitar sólir á lofti, á víxl gular, rauðar, bláar og grænar. Vér skulum að lokum til dæmis geta um margfalda stjörnu í alþektu stjörnumerki, og hefir einn nýr liður í því kerfi fundist fyrir skömmu; áður hugðu menn það ferfalt, nú er það orðið fimmfalt. Mízar, miðstjarnan í stöng Vagnsins, er stjarna í 2. röð, og má með hvassri sjón nálægt henni sjá litla stjörnu af 5- stærð, sem kölluð er Alkor. Stjörnur þessar eru samstæður, tvær sólir, sem hreyfa sig um sameiginlega þungamiðju, en umferðar- tími þeirra er afarlangur, líklega nokkur þúsund ár. Menn hafa lengi vitað, að Mízar auk þess er tvístjarna, og í lítilli sjónpípu má sjá daufa stjörnu mjög nærri henni; þetta var hin fyrsta tví- stjarna, sem stjörnufræðingar urðu varir við; Riccíóll fann hana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.