Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 39
195
45 °/o af öllu fullorðnu fólki í Danmörku eru nú félagar í sjúkra-
samlögunum, og styrkur ríkissjóðs til þeirra nemur nú hér um
bil 31/* miljónum króna árlega. Auk þessara opinberu sjúkrasam-
laga er til fjöldinn allur af >prívat«-félögum, aðallega hluta- eða
samlagsfélög, sem auðvitað fá engan styrk úr ríkissjóði. Næstum
í hverjum kaupstað og þorpi eru þesskonar samlög sett á stofn,
og blómgast oftast vel. Eins og gefur að skilja, eru tillög félags-
manna í þessum sjúkrasamlögum hærri og réttindi þeirra minni en
í ríkisviðurkendu sjúkrasamlögunum. Auk þessara opinberu og
einka-sjúkrafélaga starfar um land alt mikill fjöldi af innlendum og
útlendum sjúkra- og slysa-vátryggingarfélögum, og mun ég, ef til
vill, minnast lítið eitt á þau seinna.
SKIPULAG SJÚKRASAMLAGA.
Eg vil nú fara nokkrum orðum nánar um hin ríkisviðurkendu
sjúkrasamlög í þeirri von, að það gæti máske orðið til
leiðbeiningar við stofnanir sjúkrasamlaga á ís-
1 a n d i. Vil ég því lýsa starfsemi og verkahring samlagamna og
skýra frá lögum þeirra og ákvæðum, í svo stuttu máli, sem unt
er, benda á réttindi þau og hjálp, er félögin veita meðlimum sín-
um, og sömuleiðis drepa á skyldur og gjöld félagsmanna, og að
lokum minnast á stjórnarfyrirkomulagið í sjúkrasamlögunum, en
það er hér um bil eins alstaðar í Danmörku.
Fyrsta skilyrði þess, að hægt sé að fá inngöngu í sjúkrasam-
lög, sem fá ríkisstyrk, er, að maður sé ekki eldri en fertugur og
ekki yngri en 15 ára, og verður hann skriflega að votta, að hann
sé hraustur og heilbrigður, er hann sækir um inngöngu. Ef vafl
leikur á um heilbrigðisásfand hans, verður hann að útvega sér
iæknisvottorð. Komi það í ljós við rannsókn læknis, að umsækj-
andinn haft einhvern sjúkdóm eða líkamslýti, getur hann aðeins
fengið upptöku í félagið með því skilyrði eða undanþágu, að hann
enga hjálp fái af samlaginu fyrir þann sjúkdóm, er hann hafði
við upptökuna.
Meginþorri félagsmanna hefir annars fullan rétt til allrar
þeirrar hjálpar frá sjúkrasamlögunum, sem með lögum er ákveðið.
Flestir eru þannig njótandi félagsmenn (»nydende Medlemmer«).
En auk þeirra taka samlögin í meðlimatölu sína félagsbræður, sem
enga hjálp fá, en aðeins ganga í þau þeim til styrkingar og efl-