Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 25
181
ur um óróa ofan til í gufuhvolíinu, og má þá búast við veður-
breytingu á næsta dægri.
Eins og fyr hefir verið getið, eru hvítar og hvítgular stjörn-
ur algengastar; en til er líka fjöldi af rauðum stjörnum. Schjelle-
rúp, sem 1866 samdi skrá yfir rauðar stjörnur, telur 280, en síð-
an hafa margar fundist, svo sú tala er nú margfölduð. Meðal
tvístjarna hafa allmargar félagsstjörnur mismunandi lit. U'. Strúve
í Púlkóva kannaði lit 596 tvístjarna; af þeim voru 476 eins litar
eða mjög líkt litar, flestar hvítar eða ljósgular, en þó 5 grænar;
120 tvístjörnur voru mislitar; af 104 hjónastjörnum var önnur gul,
hin blá, stundum fagurblá, stundum daufari; hjá 16 v^r önnur blá,
en hin græn. Bjartastar af rauðum stjörnum og sýnilegar hverju
auga eru. Arktúrus, Aldebaran, Antares og Beteigeuze í Óríons-
merki. Stjörnurnar eru allar svo langt í burtu, að engin kringla
getur sést í beztu sjónpípum, aðeins tindrandi ljósdeplar, sem
sýnast minni í kíkjum en með berum augum; þær eru fyrir vor-
um augum þvermálslausar. Ljósrannsóknir og mælingar hafa
sýnt, að þvermál allra næstu fastastjarna, séð frá jörðu, hlýtur
að vera minna en 16. hluti úr sekúndu, og er líklega miklu
minna.
Fjarlægð stjarna er ótrúlega mikil; þó hún sé ekki alveg ó-
mælandi, þá er hún varla skiljanleg, af því ekkert er til saman'-
burðar, örðugt að finna mælikvarða, sem gæti verið sameiginleg-
ur fyrir vegalengdir á þessari litlu jörð og ginnungagap fjarlægð-
anna milli sólkerfanna; tími og rúm, sem auga mannkynsins nær
yfir, verður hverfandi smáræði, þegar kemut út í alheiminn; hin
líkamlega tilvera mannkynsins á þessari jörð er aðeins örlítill
dropi í veraldarhafinu. Stjörnuspekingum hefir með afarmiklum
örðugleikum tekist með mælingarverkfærum að mæla fjarlægð
nokkurra hinna næstu fastastjarna (parallaxis); mæla þeir stefnu-
mun stjörnunnar með hálfs árs millibili og nota þvermál jarð-
brautar kringum sólu fyrir grunnlínu, en þó lína þessi sé 40 milj-
ónir mílna, þá er hún þó alt of stutt til þess, að mæla svo hvast
þríhyrningshorn í svo mikilli fjarlægð. Pað hefir því ekki tekist að
mæla fjarlægð annarra en fárra hinna næstu stjarna á þennan hátt.
Pó mælingaraðferðin þegar væri kunn Galíleí (1564—1642), þá tókst
ekki með vissu að framkvæma mælinguna fyr en 1836, er þeir W.
Strúve og F. W. Bessel, hvor í sínu lagi, gátu mælt eina af hinum
næstu fastastjörnum. Hið árlega skekkjuhorn hinnar næstu fasta-