Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 72
228 f’aðan fór ég til hernaðarsýningarinnar í hinum enda dýra- garðsins. Par voru til sýnis skotgrafir og mesti urmull af allskon- ar herfangi, sem Pjóðverjar höfðu tekið frá hinum ýmsu fjendum sínum. Fallbyssur, hríðskotabyssur og riflar, sprengjuvarparar, ennfremur skotfæravagnar, matreiðsluvagnar, húðföt og legubekkir til að hvíla í úti á víðavangi. En í loftinu héngu tvær flugvélar, hernumdar frá Englendingum. Mikið af þessum hergögnum var brotið og bramlað eftir fallbyssukúlur, svo að engin eign var í því lengur. I einu herberginu vóru hermenn úr vaxi, íklæddir hinum margvíslegu einkennisbúningum þjóðanna. En í öðru her- bergi vóru sýndar kvikmyndir frá stríðinu, og vóru sumar þeirra mjög áhrifamiklar. Loks var í einu herberginu stúlka, sem sat innan um allskonar járnarusl, sem við nánari athugun reyndist að vera eintóm sprengikúlnabrot, og þetta seldi stúlkan hverjum, sem hafa vildi, fyrir mismunandi verð, frá fimm peningum upp í mark. Salan gekk greitt, því allir þjóðræknir menn vildu eiga menjar um ófriðinn. — Sýningin var að öllu leyti fróðleg, og fanst mér vel varið þeim aurum, sem það kostaði að sjá hana. Eg hefði gjarnan viljað verja nokkrum 50-eyringum í viðbót handa nokkrum af apaköttunum, hefði ég verið viss um, að þeir hefðu getað skilið alla þá eyðileggingu og allan þann djöfulskap mann- anna, sem þessi hernaðarsýning gaf hugmynd um. Pá hefðu sennilega apakettirnir hugsað sem svo um frændur sína mennina: Erum vér ekki í rauninni miklu ágætari en þeir — þó þeir séu orðnir rófulausir? IV. FRANSKIR FANGAR. Einu sinni sá ég sorglega sjón á götunni. Það var flokkur franskra fanga, sem voru látnir ganga í fylkingu, vopnalausir og hálf-lúpulegir, á milli tveggja raða af alvopnuðum þýzkum her- mönnum. Fötin þeirra, blá og rauð, sem báru vott um, að þau hefðu einhverntíma verið snotur og farið vel, voru nú orðin slitin og upplituð, og í stað látúnshnappanna, sem Pjóðverjar út úr koparieysi höfðu skorið af þeim, höfðu verið festar horntölur í yfirháfnir þeirra. Fangarnir báru stórar byrðar á baki, poka og pjáturkassa með ýmsu dóti, og sýndust þeir kikna í hnjáliðunum undir því fargi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.