Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 69
225 n. Á BAUK. »Baukur« þýðir, eins og margir vita, veitingastaður, þar sem bæði er hægt að seðja hungur og svala þorsta. Eg hafði ráfað lengi seinni hluta dags ásamt góðum kunn- ingja, sem ég hitti í Berlín. Við vorum að athuga mannlífið á götunum og í sporvögnunum og draga ýmsar heimspekilegar á- lyktanir út af því öllu saman. Pað var sunnudagur og sá aragrúi af fólki á götunum í vesturbænum — þar eru fegurstu göturnar, búðirnar og hóteíin, og þar býr margt ríkasta fólkið. Og þar eru margir stórir veitingastaðir, þar sem spilað er og sungið á kveld- in. Alt þetta dregur fólkið með segulafli til sín, sérstaklega á sunnu- dögum. Við rangluðum inn í eitt Bíó — og sáum þar skemtilegar myndasögur, auk mynda frá skotgröfunum og vígvöllunum, sem fara að verða leiðigjarnar. Og nú vorum við orðnir innantómir og hlökkuðum til að seðja okkur. Nú var um tvent að velja — annaðhvort að kjósa ölhús eða vínhús — þar sem jafnframt feng- ist góður matur. Á ölhúsunum þykir ótilhlýðilegt að drekka annað en öl með matnum, enda vínið þar ekki gott, þótt eitt- hvað fáist. En á vínhúsum gildir hið gagnstæða. Ég hafði verið á vínhúsi áður, svo nú var tólfunum kastað, að prófa ölhús (sbr. orð postulans: prófið alt, reynið alt!). Við fórum inn í eitt Psorr-ölhús, en Psorrölið er nokkurs- konar Munchen-bjór, og Psorrhús eru víðsvegar um Berlín, öll með sama sniði og valinkunn fyrir góðan bjór og góðar veiting- ar. Eetta var geðugur staður, en ekkert sérlega skrautlegur, eins og sum kaffihúsin, og hér vár enginn hljóðfærasláttur til að skemta gestunum. Hér sat mesti sægur af fólki við tréborð, mörg smáborð, og ýmist átu menn eða drukku. Á borðin var enginn dúkur breiddur, eins og annarstaðar tíðkast, en alt var þó þrifalegt. Pessi sparnaður er í þeim tilgangi gjörður, að gestgjafi geti staðið sig við að selja góðar vörur ódýrar. Aldraðir þjónar báru mat á borð, og öl í tveggja marka leirkrukkum með loki. Á veitingastöðum sjást nú mest aldurhnignir þjónar, því allir yngri eru farnir í víking. Reyndar sjást sumstaðar ungir þjónar, en þeir munu flestir vera svissneskir, danskir, sænskir eða hollenzkir, og eins er um hljóðfæraleikendur á öllum samkomustöðum. Við félagar átum hérasteik, og var hún vel úti látin og ó- dýrari en í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir kjötskortinn og hið marg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.