Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 56
2 I 2 Jóns um aðra hugræna kvennveru, sem óð á bægslunum á hans tíma. En nú mundi hann hafa snúið máli sínu á þessa sveifina, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni, og sjá alla þá ósvinnu, sem gerð er í nafni ættjarðarástar og föðurlandskærleika, út um heimskringluna og heima hér á mörlandinu. Tolstoy gamli vakti máls á þessu efni fyrstur manna, svo að mér sé kunnugt. Honum var vorkunn að vísu. Hann bjó í því landi, sem »víðfrægt er að endemum« og mest fyrir þá sök, að stjórnin vann allskonar ódæði í nafni föðurlandselsk- unnar. Stjórnin rak menn og konur í æfilanga útlegð — í hennar nafni. Stjórnin sveitfesti fjölda allra beztu sona sinna í fangelsunum — í hennar nafni. Stjórnin þröngvaði sonum þjóðarinnar og dætrum til sömu trúar og stjórnin þóttist hafa — í hennar nafni. Og rússneska stjórnin veitti brennivínsflóðinu út yfir gjörvalt landið — i hennar nafni. — Alt var þetta unnið í nafni ættjarðarástar og föðurlandskærleika. Og sama ástin blótaði til þess dag og nótt, að hervaldið rússneska næði tangarhaldi — blóðugu og jámhörðu tangarhaldi á hálfri heims- kringlunni. Tolstoy sá þetta alt og vissi af sögu og sjón liðins og nálægs tíma. Og hann sá fjær sér og lengra í tímann. Hann sá það, sem reyndar er alkunnugt, að Gyðingar brutu sjálfa sig úr hálsliðunum fyrir nærri 1900 árum. Gorgeir ættjarðarástarinnar olli því. f’eir þótt- ust vera hnjákollabörn drottins allsherjar, þóttust búa í því landi, sem hann elskaði eitt og einungis. Þess vegna þóttust þeir mega gera alt, sem þá lysti í viðskiftunum við nágrannaþjóðirnar. Þess vegna, vegna þess, að guð unni þeim einum, þóttust þeir gera vel, þegar þeir ruðu jörðina í blóði nágranna sinna. — Þar kemur fyrst í ljós afskræmd ættjarðarást, svo að sögur fari af. En sú ættjarðarást dregur guðdóm sinn niður í sorpið, sem ræður hann til sín í herþjónustu. Kristur metur ættjarðarástina lítils. Eitt er vort föðurland, á himnum, segir hann. En áhangendur hans skeyta alls engu þeirri kenningu meistara síns og haga sér eins og Múham- eðstrúarmenn, sem breiða út trú sína með blóðugum vopnum, ef eigi gengur með friðsælu. Tolstoy sá í hendi sér, að þessi ranghverfa ættjarðarást olli því, að Rússland vakti með vopnum og svaf í brynjunni — var í vígahug nótt og dag. Hann vissi, að sama járnaldarsálin blés smiðjubelginn í Essen, þar sem fallbyssur Þjóðveija voru steyptar og soðnar. Járn- karlinn mikli, Bismark, var einn þessi ættjarðarvinur, sem lét vígroða vopnasmiðjanna renna saman við morgunbjarma guðsríkis í huga sínum og framkvæmd. Ef einhver efast um þetta, að satt sé, skyldi sá hinn sami kynna sér hugsanir og orð þessa járnhauss. T. d. mælti hann eitt sinn á þingi Þjóðverja eitthvað á þessa leið: Það er eins víst og dagur kemur á eftir nótt, að Frakkar og Þjóð- veijar berast á banaspjótum. En við vitum ekki, hvenær það verður. » Vib getum ekki gœgst i spilin hjá forsjóninni.<t — Já, forsjónin hélt á þeim spilum! Þó það væri! Samkvæmt þessari hugsun hafði drottinn allsherjar gát á hermálum þessa lands og lét spilin liggja þannig, að Þjóðverjar berðust samkvæmt sínum vilja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.