Eimreiðin - 01.09.1916, Side 26
182
-stjörnu, Alfa Kentauri, er aðeins talið 0,75 sekúndu, 61 í Álftar-
merki, sem þeir Bessel mældu, 0,48 sekúndu, Siríus 0,37, Leiðar-
stjarnan 0,07 o. s. frv. Þessi mælingaraðferð er ákaflega örðug
og verður að taka tillit til og hafa hliðsjón af mörgu, hreyfingum
jarðar, hreyfing sólar í geimnum, geislabroti, hita og raka o. fl.;
verður því vel að gæta sín, svo ekki komi rugl í reikningana.
Nú nota stjörnufræðingar oftast aðra aðferð; þeir mæla millibil
milli tveggja stjarna, sem sýnast nálægar hvor annarri og hefir
önnur mikla hreyfingu í géimnum, en hin enga sjáanlega. Pó
stjörnurnar séu alment kallaðar fastastjörnur, þá er það ekki rétt-
nefni; þó þær sýnist óbifandi frá samastað sínum árið um kring,
má við mjög nána athugun sjá, að sumar þeirra mjakast þó dá-
h'tið til á himninum. Sá, sem fyrstur athugaði þetta, var enskur
stjömufræðingur, Edmund Halley að nafni (f. 1656, d. 1724); hann
fann, að ýmsar stjörnur, er Hipparkos1) hafði ákveðið 130 árum f.
Kr., höfðu fært sig úr stað, og síðan hefir þessi staðbreyting
stjarna verið nákvæmlega mæld. Á einstöku stjörnum má athuga
hreyfingu ár frá ári, þó lítil sé, en hreyfing sumra er ekki sýni-
leg, fyr en eftir 40—50 ár, og flestar hafa ekkert breytt stöðu
sinni á þeim tíma, sem þær hafa verið athugaðar; en það er ekki
af öðru en því, að þær eru svo langt í burtu, að hreyfing þeirra
sést ekki. Mesta stjömuhreyfing, sem mæld hefir verið, er 7
sekúndur á ári, en margar stjörnur þurfa 20, 50 eða jafnvel 100
ár til svo örlítillar staðbreytingar á himninum. Fyrst héldu menn,
að björtustu stjörnurnar mundu hafa fljótasta hreyfingu, af því
menn ætluðu, að þær væru næstar; en það kom fljótt í ljós, að
svo er eigi; sumar þeirra hafa alls ekki færst úr stað, síðan lega
þeirra fyrst var ákveðin, en litlar og daufar stjörnur eru oft fljót-
ar í hreyfingu tiltölulega, og sú, sem fljótust er, telst undir 7.
stjörnuflokk. Það er alkunnugt, að hreyfing hluta, sem eru langt
í burtu, sést ekki í fljótu bragði. Pað verður að athuga allná-
kvæmlega nokkra stund, áður en hægt er að skera úr, hvort
maður á fjallgarði langt í burtu stendur kyr eða er á gangi; eins
sést hreyfing á gufuskipi við sjóndeildarhringinn örðuglega frá
ströndu, fyr en eftir dálitla stund, ef ekki er hægt að miða við
x) Hipparkos, faðir hinnar vísindalegu stjörnufræði, var fæddur 190 f. Kr. í
Níkæu í Bíþyníu, og dó 125 f. Kr. á Rhodos. Hipparkos var einn hinn mesti
spekingur og snillingur, sem nokkurntíma hefir verið til.