Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 64
220 Stundum eru örlögin býsna kaldhæðin. Það er kunnugt, að al- þingi íslendinga hefir veitt mikla fjárfúlgu — 4000 kr. — til þess að gefa út bók um réttarstöðu íslands, á þýzku. I’etta átti að gera, til þess að skjóta ágreiningsefni íslendinga og Dana til hæstaréttar sann- giminnar. Ættjarðarástin okkar hefir haft um sig þetta litla — búið á svona stórri jörð! En mundi hún fá áheyrn í Þýzkalandi? Gætum að líkunum, sem eru — eða vóru til þess. Þýzka þjóðin var, þegar þessi ályktun ungaðist út, hartnær 70 miljónir manna. Þar koma út þúsundir blaða, bóka og tímarita ár hvert. Þar í landi eru örfáir menn aðeins, sem kunna grein á ís- lenzkum efnum — naumast einn maður af hverri miljón. Ein bók um málefni, sem eigi tekur til þjóðarinnar, gat ekki vakið athygli, þó að hún hefði verið rituð og prentuð með blóði frá einhverjum voginum eða einhverri víkinni okkar. Sú bók mundi að sjálfsögðu drukna í ofurflóði þýzkra bókmenta, eða aldrei reka höfuðið upp úr laugar- trogi sínu. Hins vegar hefir rás viðburðanna sýnt það og sannað, að sá maður fer í geitarhús eftir ull, sem hugsar að sækja sanngirni til Þýzkalands. Andi sanngirninnar hefir ekki ríkt í því landi, hvorki á þeim árum, sem jgamli járnkarlinn« hafði þar töglin og hagldirnar, né heldur sfðan. Prússaveldi hefir verið smíðað við afl ósanngirninnar. Hún hefir fært út kvíar Þýzkalands norður f Slésvík og vestur um Lóthringen. Og sama nomin hefir farið herskildi um Belgíu, stráð vít- isvélunum um höfin, skipum hlutlausra þjóða til tortímingar, og hún hefir dustað eiturgufuna úr Möndulsbelgnum á báða bóga. Hún hefir ennfremur kúgað jafnaðarmenskuna í landi sjálfrar sín, eins og hún hefir getað, en hlaðið undir metorðastéttirnar. Andans höfðingjar Þýzkalands hafa jafnvel skorið upp úr með þá lífsskoðun sína og þjóðarinnar, að bolmagn sé réttlæti.1) — Þjóðverjar geta víst ekki kent Dönum sanngirni. Ef Þjóðverjar hefðu tamið sér svo góða breytni við náunga sína, sem Danir hafa sýnt okkur í seinni tíð, þá mundi styrjöldin mikla hafa brotist út degi og viku seinna en hún gerði. — Ættjarðarástinni okkar hefði verið óhætt að búa á minna landi — hafa minna um sig, en hún hefir gert. Og nær hefði henni verið og sæmilegra, að rækta betur en gert hefir hlaðvarpann heima, held- ur en að hafa fyrir stafni þessa hégómlegu og dýru selför til Þýzka- lands. Sumir menn hafa haft þann sið,< að gína yfir miklu landi og hafa það fyrir hégómagimi sína og stærimensku. Svo er um ensku jarlana, sem neita um land sitt til yrkingar, en gera þó ekki með stóra landfláka annað en það, að fara um þá til refaveiða einu sinni á ári eða tvisvar. Hér á landi hafa sumir menn verið með þeim ‘) Er þeirri skoðun í rauninni ekki fylgt af fleirum en í’jóðverjum? Er ekki hnefarétturinn — bolmagnið — enn hæstiréttur um alian heim í deilum þjóðanna? RITSTJ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.