Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 53
209 þessi hjálp ætti hverjum borgara í þjóðfélaginu að geta hlotnast. Hver höndin ætti hér að hjálpa annarri, og efnin eru nægileg, ef þeim er rétt stjórnað og réttilega niðurraðað. Björnstjerne Björn- son hafði rétt fyrir sér, er hann kvað: »Der er Sommersol nok, der er Sædejord nok, bare vi, bare vi havde Kærlighed nok«. Stofnun sjúkrasamlaga er eitthvert hið nytsamlegasta og fegursta fyrirtæki, sem miðar að því, að efla mannúðartilfinningu, vellíðan og efnahag þjóðarinnar. Ég hafði hugsað mér að minnast lítið eitt á slysa- og sjúkra- vátryggingar, en verð að hætta við það í þetta skifti og bíða betri tíma. Aðeins vil ég geta þess, að þesskonar vátryggingar eru nú orðnar mjög tíðar og hafa náð mikilli fótfestu í öllum siðuðum lönd- um nema á íslandi. íslendingar eru mjög miklir eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum. Mér vitanlega starfar aðeins eitt slysavá- tryggingarfélag á íslandi, en það er hið alkunna svissneska félag Winterthur. Aftur á móti hefir til þessa tíma ekkert sjúkdómavá- tryggingarfélag fengist til að tryggja menn í veikindum með dag- styrk. En fyrir skömmu hefi ég fengið vitneskju um, að hið alkunna og stóra slysa- og sjúkdómavátryggingarfélag sHaand i Haand« í Kaupmannahöfn hafi gengið að því, að vátryggja alla íslenzka lækna gegn almennum iðgjöldum, eins og gerist í Danmörku. Hefir þetta gerst fyrir ötula framgöngu Steingríms héraðslæknis Matthíassonar á Akureyri. Ég hefi nýlega haft tal af einum stjórnarmanna í »Haand i Haand«, og tjáði hann mér, að félagið vildi fyrst gera tilraun með að tryggja læknana, en mundi að öllum líkindum síðar rýmka verkahring sinn á íslandi svo, að hann næði til fleiri stétta, ef tilraunin með læknana gæti borið sig. Dr. Beyer, formaður Odd- Fellow-reglunnar í Danmörku, er einn af stjórnarfulltrúunum í »Haand i Haand«, og kvað hann vera málinu hlyntur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.