Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 78

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 78
234 »GAMLAR MINNINGAR«, grein frií Önnu Thorlacius um kaþólsku prestana í Eimr. XXII, 2, hefir vakið talsverða eftirtekt og verið þýdd í »Nordisk Ugeblad for katholske Kristne« LXIV, 18 og 20 (30. apríl og 14. maí 1916). Framan við þýðinguna er dálítill inngangur um kaþólsku prestana, þá séra Bernhard og séra Baudoin, til skýringar, og um frú Thorlacius og minningaritgerðir hennar í Eimr., og er þeim hrósað fyrir, hve frásagnastíll hennar jafnan sé fjörugur, barnslegur og blátt áfram, og myndir hennar dregnar með svo lifandi litum og gerðar svo áþreif- anlegar, að menn hafi jafnan unun af að lesa minningar hennar. Bæði þýðingin og inngangurinn er eftir hinn góðkunna landa vorn, kaþólska prestinn séra Jón Sveínsson. V. G. LEXICON POETICUM ANTIQUÆ LINGUÆ SEPTENTRIONALIS. Ordbog over det norsk-islandske Skjaldesprog. Forfattet af Sveinbjörn Egilsson. Foroget og pány udgivet for Det kongelige nordiske Oldskriftselskab ved Finnur Jónsson. Khöfn 1913—1916. Hún er nú öll út komin, þessi merkilega orðabók (sem getið var í Eimr. XX, 228). og má að vísu segja, að hún sé í rauninni ný bók, þótt kölluð sé önnur út- gáfa og nafni frumhöfundarins haldið. Hér eru allar skýringar eða þýðingar á dönsku, í stað latínunnar, sem áður var þýtt á, orðaforðinn aukinn að miklum mun, skýringarnar leiðréttar samkvæmt nýjustu rannsóknum og tilvitnanir allar miðaðar við nýjustu og beztu útgáfur af þeim fornritum, sem í er vitnað. Að því er skáldakvæðin snertir, er auðvitað vitnað í hina miklu safnútgáfu próf. Finns Jónssonar af þeim. Er það furða mikil, hve fljótt próf. F. J. hcfir tekist að Ijúka við þetta mikla og vanda- sama verk, jafnframt og hann hefir haft mörg önnur verk á prjónunum, enda er hann flestum, ef ekki öllum, meiri víkingur til ritstarfa. Og þó er allur frágangur hinn prýði- legasti, og vart nema á einstöku stað, að ágreiningur geti orðið um skýringar hans. En að ná allra samþykki til allra skýringa, mun engum takast. V. G. ARNE MAGNUSSON: EMBEDSSKRIVELSER OG ANDRE OFFENLIGE AKTSTYKKER. Udgivet af Kr. Kdlund. Kliöfn 1916. I*etta er heljarmikið rit, 624 -J- XXIV bls. (formála) í stóru broti, og er það gefið út á kostnað Carlsbergsjóðsins — með -þeirri nákvæmni og vandvirkni, er jafn- an einkennir alt, sem dr. Kálund leggur hönd á, enda honum enginn maður færari að annast slíka útgáfu með nauðsynlegum skýringum og athugasemdum. Er í bók- inni stórmikill fengur fyrir alla þá, sem íslenzkum fræðum unna, því hún hefir ekki einungis inni að halda miklar skjallegar upplýsingar um æfistarf þessa fræga landa vors, heldur og að mörgu öðru leyti mikilvæga fræðslu uiii sögu íslands; menning- arstig og aldarhátt á hans dögum. Er einkum einkennilegt að sjá, hve langt Árni Magnússon hefir veiið á undan sínum tíma eða hátt yfir hann hafinn, að því er snerti alla lijátrú og hindurvitni, trú á kukl og særingar, sem þá lá eins og martröð á landinu. En hún ber hinsvegar líka vott um, að þeir félagar, hann og Páll Vída- lín, hafa verið harðir í horn að taka og óhlífnir við andstæðinga sína, og því ekki furða, þótt rannsóknir og dómstörf þeirra á Islandi mættu mikilli mótspyrnu. V. G. Leiðréttingar. Bls. 1412 fyrir »hróðugt ljómar söngfuglinn« komi: hróðugt Ijódar söngfuglinn. Bls 86 (neðstu línu) fyrir »á fötubotninn« komi: á fötubarminn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.