Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 21
177
í eldinum brendi hún brúðarskóna.
— Sumir gjöra alt í felum.
III. ALLAR VILDU MEYJARNAR —
Allar vildu meyjarnar '
eiga hann,
en ástina sína
hann aldrei fann.
Hann kysti fleiri en eina,
hann kysti fleiri en tvær,
hann kysti þær allar
— svo kvaddi hann þær.
Pá, sem hann gat elskað,
hann aldrei fann,
en allar vildu meyjarnar
eiga hann.
IV. LETTUÐIN.
Hún vafði mig örmum
um vordaginn langan,
og kysti mig hlæjandi
á kafrjóðan vangann.
Og kossarnir svöluðu
sál minni heitri,
lauguðu hana
í ljúffengu eitri.
En eitrið brendi ’ana
ótal sárum . . .
og vangarnir fölnuðu
og flutu í tárum.
En kveljandi sviði
af þeim sára bruna
vakti af svefni
samvizkuna.
Pó margt væri að gráta —
margs að sakna,--------
var þó hamingja,
að hún skyldi vakna.
Og verði hún syfjuð,
þá vektu hana, sviði,
og láttu ’ana aldrei,
aldrei í friði.
V. HRAFNAMÓÐIRIN.
Á kirkjuturni hrafnamóðir
hreiður sér bjó,
hún bjóst við að geta alið þar
börnin sín í ró.
Og þó hún væri svartari
en vetrar-náttmyrkrið,
bjóst hún við, að kirkjan
veitti börnúnum sínum frið.