Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 71
227 Víð fórum burtu, er við höfðum saðst og fengið svalað þorstan- um og áður en við gjörðumst ölvaðir, því »Óminnishegri heitir sá’s of ölþrum þrumir«, en »þess fogls fjöðrum« vildum við ekki fjötrast láta, enda vildi ég geta sagt rétt frá því, sem fyrir mig bar. III. í DÝRAGARÐINUM OG Á HERNAÐARSÝNINGU. Einn daginn sá ég auglýsingu með stórum stöfum: »Kriegs- ausstellungc (hernaðarsýning). Eg þangað. Sýningin var í dýra- garðinum, og hann þurfti ég líka að sjá. Eg fór fyrst og heilsaði upp á gamla kunningja mína, apakettina. Pví einu sinni átti ég sjálfur apakött, og þótti vænt um dýrið. Eg verð aldrei þreyttur á að horfast í augu við þessa æruverðugu ættingja okkar, sem einhverntíma í fyrndinni voru okkur fyllilega jafnsnjallir, en urðu aftur úr lestinni (af því nokkrir þeirra syndguðu?). Svipurinn er enn þá sá sami í andlitunum, og mér finst ég þarna heilsa upp á gamla kunningja, valinkunna sæmdarmenn, bændur ofan úr sveit, dannebrogsmenn, hreppstjóra og háskólakennara. En lima- burðirnir eru reyndar alt annað en prófessorslegir, og rófan glep- ur fyrir þessum íhugunum. Svo fór ég inn í rándýrahúsið, og var svo heppinn að hitta svo á, að verið var að gefa óargadýr- unum að éta. Parna vóru tígrisdýr, jagúarar, pardusdýr og ljón, sitt í hverju búri, öll sömun ófrýnileg og grimdarleg á svipinn. Við og við grenjuðu ljónin ógurlega, svo hrikti í járnbúrunum. En tígrisdýrin vöppuðu fram og aftur með óþreyju innan við járngrindurnar, og vóru enn að freista útgöngu með því, að reka trýnið út á milli rimlanna. Svo komu dýraverðirnir með kjötið handa þeim, hálfa og heila skrokka, sem mér sýndist vera kinda- kjöt, en máske hefir það verið kjöt óhæft til manneldis. Ljónið var ekki lengi með sinn skamt, það rétti hramminn út um grind- urnar, klófesti krofið og dró það í einum rykk inn fyrir járn- gríndurnar. Mesti sægur af fólki horfði á, en líklega hafa einhverjir öf- undað dýrin af öllu þessu kjöti. Mikið verður farið að sverfa að Berlínarbúum, ef grípa þarf til þess úrræðis, að hætta að ala rán- dýrin og éta þau sjálf í staðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.