Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 71

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 71
227 Víð fórum burtu, er við höfðum saðst og fengið svalað þorstan- um og áður en við gjörðumst ölvaðir, því »Óminnishegri heitir sá’s of ölþrum þrumir«, en »þess fogls fjöðrum« vildum við ekki fjötrast láta, enda vildi ég geta sagt rétt frá því, sem fyrir mig bar. III. í DÝRAGARÐINUM OG Á HERNAÐARSÝNINGU. Einn daginn sá ég auglýsingu með stórum stöfum: »Kriegs- ausstellungc (hernaðarsýning). Eg þangað. Sýningin var í dýra- garðinum, og hann þurfti ég líka að sjá. Eg fór fyrst og heilsaði upp á gamla kunningja mína, apakettina. Pví einu sinni átti ég sjálfur apakött, og þótti vænt um dýrið. Eg verð aldrei þreyttur á að horfast í augu við þessa æruverðugu ættingja okkar, sem einhverntíma í fyrndinni voru okkur fyllilega jafnsnjallir, en urðu aftur úr lestinni (af því nokkrir þeirra syndguðu?). Svipurinn er enn þá sá sami í andlitunum, og mér finst ég þarna heilsa upp á gamla kunningja, valinkunna sæmdarmenn, bændur ofan úr sveit, dannebrogsmenn, hreppstjóra og háskólakennara. En lima- burðirnir eru reyndar alt annað en prófessorslegir, og rófan glep- ur fyrir þessum íhugunum. Svo fór ég inn í rándýrahúsið, og var svo heppinn að hitta svo á, að verið var að gefa óargadýr- unum að éta. Parna vóru tígrisdýr, jagúarar, pardusdýr og ljón, sitt í hverju búri, öll sömun ófrýnileg og grimdarleg á svipinn. Við og við grenjuðu ljónin ógurlega, svo hrikti í járnbúrunum. En tígrisdýrin vöppuðu fram og aftur með óþreyju innan við járngrindurnar, og vóru enn að freista útgöngu með því, að reka trýnið út á milli rimlanna. Svo komu dýraverðirnir með kjötið handa þeim, hálfa og heila skrokka, sem mér sýndist vera kinda- kjöt, en máske hefir það verið kjöt óhæft til manneldis. Ljónið var ekki lengi með sinn skamt, það rétti hramminn út um grind- urnar, klófesti krofið og dró það í einum rykk inn fyrir járn- gríndurnar. Mesti sægur af fólki horfði á, en líklega hafa einhverjir öf- undað dýrin af öllu þessu kjöti. Mikið verður farið að sverfa að Berlínarbúum, ef grípa þarf til þess úrræðis, að hætta að ala rán- dýrin og éta þau sjálf í staðinu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.