Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 58
Svona vondu komi hefir ættjarðarástin niður sáð, enda mun ilt
af gróa.
Siðmenningin hefir aldrei bitist líkt þessu, — svona guðrækin í
orðum svona hundheiðin innan rifja. Hún hefir aldrei bitist líkt
þvl, sem hún gerir nú og gert hefir þessi síðustu missiri, þar sem hún
berst um þau gæði, sem eiga að vera sameiginleg öllu mannkyni,
þannig, að gæði hvers lands séu friðhelg þeirri þjóð, sem fædd er 1
landinu. — l’etta er viðbjóðsleg trú: að ljúga að sjálfum sér og öðr-
um, að guð sé með þjóðinni í manndrápi. Og þessi föðurlandselska
er herfileg, sem gerir bandalag við trúna, eða neyðir hana til að
magna seið að náunganum, til skammlífis honum og örbirgðar, en
sjálfri sér og sínum til langlífis og fullsælu fjármunanna.
Þetta er ættjarðarást á glapstigum — fölsk föðurlandselska.
Trú og föðurlandsást eru fagrar og háleitar hugmyndir, og er eðli
þeirra stórheilagt, meðan það er óspilt. En vandfarið er með vænan
grip, segir gamalt spakmæli. »Og þeir vóru vitrir, þeir gömlu.« Trú-
in hefir verið gerð að flagðkonu lengi og víða. Saga trúarbragðahat-
urs og ofsókna er til frásagna um þann sárgrætilega sannleika, og eru
þeir kaflar í árbókum sögunnar einna átakanlegastir til minja um »villu-
nótt mannkyns«, hve voðalöng hún er orðin. Og því miður hefir nú
gert þann sólmyrkva á vonarhimni hugsjónanna, sem ber skugga á
hálfa heimskringluna. Og ef ættjarðarást þjóðanna mætti sjá sannleik-
ann og ef hún gæti mælt réttum orðum, þá mundi hún verða að við-
urkenna þetta í hljóði og játa upphátt:
Ég er ekki saklaus af blóðinu, sem rennur um löndin þessi miss-
iri. Ég hefi verið vilt og þarf að breyta stefnunni, svo að ég sómi
mér og geri skyldu mína. —
En því þá að sækja svona langt efni í mál mitt? —
Ymsar orsakir eru til þess. Aðalorsökin er þessi, að styrjöldin
mikla er svo víðfaðma og djúptæk í starfi sínu og áhrifum, að hún
hlýtur að grípa föstum tökum í hugi vora. Fyrst og fremst spyrjum
vér, hvernig standi á ósköpunum. Þeim spurningum hefir verið svarað
á ýmsar lundir og margar orsakir verið taldar. Sínum augum lítur
hver og einn á þær orsakir, og munu margir hafa brot af sannleikan-
um í sínu svari, en fáir eða engir allan.
Maðurinn er svo gerður, að hann vill vita orsakir atburðanna.
Og þó að okkur ríði eigi mikið á að vita orsakir ófriðarins 1— okkur,
sem erum álengdar-áhorfendur, þá getum við þó ekki varist forvitninni.
En þegar þeirri forvitni er svalað, annaðhvort með röksemdasvör-
um, eða þá með fullyrðingum, sem teknar eru gildar, þá er gott að
beina athyglinni í aðra átt — heim á leið til skoðunar í barminn, sem
við getum lagt höndina á. Og þá verður okkur að spyrja: Getum við
nokkuð lært af þessum hildarleik?
Mér sýnist svo. Mér virðist við íslendingar getum vakist til um-
hugsunar um okkar sakir, með því að hugleiða orsakir styrjaldarinnar
og alla þá miklu veraldarógæfu, sem af henni stafar.