Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 63
219
byssukjafturinn sé ekki farinn að spúa eldinum inn í sjálft dverg-
ríkið.
Þessi voðalegi ófriður, sem nú geisar, hlýtur að sannfæra þjóð-
imar um þann sannleika, að ættjarðarástin var komin á glapstigu.
Sagan hlýtur að skilgreina þann þátt á sínum tíma. Þessa hamslausu
ættjarðarást verður að krefja um ábyrgð fyrir þau voðalegu gjaldþrot,
sem siðmenning álfunnar hefir nú steypt sér út í.
Það hefir verið eitt mesta meinið okkar íslendinga, að þjóðmála-
mennirnir hafa ekki — eða þá of lítið — fundið til ábyrgðar, þeir,
sem hafa haft hæst um sig í blöðunum og á alþingi. Skorturinn á
ábyrgðartilfinningu var kominn á neðstu hellur í ráðherratíð Sigurðar
Eggerz. Þá spurði sá maðurinn, sem setið hafði á alþingi einna lengst:
»Er Island öllum heillum horfið?«
Hann spurði í áheyrn alþjóðar — f blaði. Hann hefir um fjórð-
ung aldar borið ábyrgðarþunga kennimannsins, trúmannsins og þing-
mannsins. En þá var loksins fullur sá mælir, sem ættjarðarástin glap-
stigagenga hefir helt í gallblöndunni. Þá fóru þremenningarnir á kon-
ungsfund. Og þeir sáu það, þegar þangað kom, að þ a r tjáði ekki
að segja það, sem fullgott þótti handa kjósendum í landi voru. Þeir
hneigðust að þeirri úrlausn mála vorra í ríkisráðinu, sem Hannes Haf-
stein var búinn að afreka. Og þeir sneru huga sínum að nytjamálum
þjóðarinnar.
Vonandi er, að nú séu orðin tímamót í landi voru, að því leyti,
að þjóðinni standi ekki lengur voði af »ættjarðarástinni«. En þá
stendur þjóð vorri hætta af ættjarðarástinni, þegar hún er trylt af ó-
vild til erlendrar menningarþjóðar, sem gerir vel til hennar, en er af-
skiftalaus um menningu og atvinnuvegi í sínu eigin landi — eða af-
skiftalítil um hagi þjóðarinnar. Baráttan, sem stórveldin heyja nú, út
af utanrikjaágreiningi í fyrstu, ætti að færa okkur heim sanninn um
það, að ekki er leikur gerandi til þess, að standa í ófriði, sem ekki
sér fyrir endann á og háður er um skegg keisarans.
Nú fara kosningar í hönd til alþingis, vandameiri en verið hafa
áður, þar sem alþýðan á að kjósa þá menn, ásamt hinum, sem kon-
ungurinn hefir valið.
Kjósendur landsins okkar eiga ekki skilin þau mannréttindi, sem
nú eru fengin, ef þeir ganga til næstu kosninga með þeirri grunn-
fæmi, sem gengið hefir til kosninga í sumum kjördæmum landsins
síðustu sex ár. Nú mætti ekki kjósa aðra menn en þá, sem eiga fyr-
ir vinkonu pá œttjarhardst, sem ann pjóhinni og vill styðja hana til
jprifnaðar í raun og veru hérna heima, par sem vér erum einráðir og
ódreittir. Hættan, sem vofir yfir þjóð vorri, er öll heimaalin — ekki
frá Dönum a. m. k. Sú hætta er að vísu ekki beinlínis heimaalin,
sem stafar frá veðráttunni. En hún er þó ekki úr þeirri átt, sem
Danmörk liggur í. —
En sú hætta, sem ógnar okkur mest, hún er landlæg, sveitföst.
Hún er fólgin í sundrung og úlfúð, valdagræðgi og metorðafýsn. Sú
óvættur kom þjóð vorri á kaldan klaka á Sturlungaöldinni. Og enn
þá er sá klaki nógu harður og háll, til þess að þjóðin geti rekið nið-
ur hné sitt á honum og orðið hölt af byltunni.