Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 55
2 11 allri þeirri óþurft, sem mannskepnan hefir inni í sjálfri sér og í eftir- dragi. Nú er styrjöldin búin að geisa með grimd sinni og eyðileggingu hátt á annað ár. Margt er nú orðið ljóst, sem í myrkrunum var hul- ið, þegar ófriðurinn gaus upp, um tildrög og orsakir styijaldarinnar. Og þó vöðum við í villu og hálfgildings svíma um orsakimar. Og ennþá spyrjum við í einrúmi og í heyranda hljóði, eins og í öndverðu: Um hvað er barist? Hver var orsökin? Þjóðirnar deila um þetta ennþá — vilja allar þvo af sér blóðflekk ábyrgðarinnar. Þær kenna hver annarri um íkveikjuna. Og allar ásaka þær nábúakonuna um undirferli og ilsku. »Ekki var það mér að kenna. Saklaus er ég —■ og nauðug fór ég út í ófriðinn. —• Hún á undirrótina og upptökin, nábúaþjóðin. Hún batt logandi vönd í skollaskottið og hleypti fjandanum lausum inn á minn akur.« Þetta segir hver þjóðin um sig. Og svo er kirkjuklukkunum hringt. Og ráðaneytisforseti alheimsins er kvaddur til herþjónustu — hann dreginn ofan í þessa alblóðugu andstygð, hann sárbændur og særður til af sérhverjum málsaðila að veita s é r sigur í manndrápunum. Naumast mun nokkurn mentamann, sem stendur álengdar í ó- friðnum, hafa grunað, að siðmenningin væri svona ormétin undir yfir- borðsgljáanum. Fáa menn í friðlöndunum mun hafa grunað, að trúin væri svona lágfleyg og lítilsigld: að hún hygðist geta kallað drottin allsherjar til manndrápa. Og þetta kemur á daginn í morgunsári tuttugustu aldar eftir guðs burð. En ég verð að reyna að hrinda frá mér þessum sárgrætilegu hugsunum um mesta mannkynsmeinið, sem orðið hefir til um nærri 1900 ár. — Það er og ekki mitt meðfæri, að ræða um þann heims- harm, sem nú er og mun verða út af styrjöldinni. Hugur minn beinist enn að orsökinni, til spurnar og úrlausnar, ef svo mætti verða. Sama spurningin er enn á vörum mínum, sem hraut af þeim, þegar þjóðirn- ar hófu hersöngvana. f’að er sama spurningin sem þá: Hver er aðalorsök styrjaldarinnar? Og svarið hefi ég á hraðbergi nú eftir langa leit í hugskoti mínu og utan við það. Undirrót ófriðarins er: fóburlandselska á glapstigum — afskrœmd ættjar<)arast. Ég þykist vita, að þið séuð furðu lostin, sem orð mín heyrið. Þið rekið upp stór augu, að líkindum. Ég býst við því, að svo muni ykkur vera háttað. Ég veit, hvernig búið er að fara með ættjarðarást- ina ( landi voru — þessa fögru kvennveru: »Hún er orðin eins og ein púta, sem lifir eftir hvers manns vild.« — Þetta er umsögn meistara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.