Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 73
229 Vesalings Frakkarnir! Gaman væri nú að sjá, hugsaði' ég, hve glaðna mundi yfir þeim, ef alt í einu, út úr næstu götu, kæmu vopnafélagar þeirra »les dragons*, riddararnir fríðu, syngj- andi Marseille-braginn — sigri hrósandi komnir inn í Berlín —i með skygða hjálma og skínandi brynjur. — Pað hefði orðið fagnaðarfundur og hýrnað yfir föngunum. »aux armes, citoyens! formez vos bataillons!« Pað var svo ömurlegt — ég gleymi þeirri sjón aldrei, að sjá þessa góðlyndu og fyrrum glaðlegu Frakka ganga nú hnipna og hnuggna eftir Berlínargötum með sinn þunga kross á baki. Þeir höfðu í rauninni hugsað sér, að koman til Berlín yrði eitthvað til- komumeiri, því þangað mundu þeir koma sem sigurvegarar, til að velta Vilhjálmi úr keisaradómi, og fengju svo að lifa og leika sér nokkra daga eftir hjartans óskum í hinni yfirunnu borg. Pessi vonbrigði gjörðu hlutskiftið enn þungbærara, og von þó þeir væru hnugnir. Mig langaði til að gleðja þá, þó ekki væri nema með einu frönsku orði. Aðeins orðin »Vive la France!« (lifi Frakkland) hefðu sjálfsagt hýrgað þá í bili og hitað þeim um hjartaræturnar. En ég var sú raggeit, að þora það ekki, því ég vissi, að þýzku dátunum, sem voru á milli okkar, var laus gikk- urinn og byssurnar hlaðnar. Fangaflokkurinn staulaðist áfram undan skipunarorðum þýzku foringjanna, sem glumdu í loftinu ltkt og svipuhögg. Pið vesa- lings — vesalings fangar! Feður og fyrirvinnur ástkærra eigin- kvenna og ungra barna, bræður og unnustar ungra og fríðra meyja, sem sitja nú með sárt enni og syrgja heima, og synir og ellistoðir gamalla og góðra foreldra, sem út úr neyð verða nú að leita sveitar sinnar og ásjár annarra. Margur á bágt í ver- öldinni um þessar mundir, en fátt mun ömurlegra en fangavist í óvinalandi. Pað er hart, að þurfa að líða fyrir afglöp annarra, hvort sem er líkamleg sár og örkuml eða andlegan sársauka og söknuð sem fangi. — Quidquid. delirant reges, plectuntur Achivi (þ. e. Fyrir afglöp valdhafanna verða Grikkir að gjalda). Við segj- um á íslenzku: »Grísir gjalda, en gömul svín valda.« Einhver hefir sagt, að þessu stríði mundi fljótt verða lokið* ef keisarar, kóngar og stjórnmálamenn fengju að þola vosbúð skotgrafanna, sár og limlestingar á vígvöllunum og leiðindi fanga-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.