Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 28
184 fulla vissu fyrir því, að slíkar voða-fjarlægðir eru til, og að sól- kerfi vort, séð frá næstu stjörnum, verður nærri því að engu, sva hreyfing jarðar um sólu mundi ekki sjást þaðan með beztu sjón- pípum. Nú vita menn, að fjarlægð sólar er 149V8 miljón kíló- metra, og að næsta fastastjarna, Alfa Kentauri, ein af björtustu stjörnum á suðurhimni, er 275 þúsund sinnum lengra frá oss en sólin, eða meira en 40 biljónir kílómetra. Pað mundi taka 130 þúsund ár, að telja þá upphæð, þó talið væri nótt og dag og aldrei sofið. Vegalengdina til þessarar stjörnu fer ljósið á 4^/2 ári, en hraði þess er 40 þúsund mílur (eða 300 þús. km.) á sekúndu, Næstnæsta stjarna er 61 í Álftarmerki; sú stjarna er af 5. röð, og er ljósið þaðan til vor 7^/4 ár á leiðinni; fjarlægð þeirrar stjörnu er 400 þúsund sinnum meiri en fjarlægð sólar. Petta sýnir meðal annars, að stærð eða birta stjörnu alls ekki þarf að stafa af því, að hún sé nærri; sumar björtustu stjörnurnar í heim- inum eru svo langt í burtu, að það er ómögulegt að mæla fjar- lægð þeirra; aðrar daufari stjörnur, er lítið ber á, eru miklu nær. Eins og vér nú höfum getið, eru stjörnurnar svo fjarlægar, að vanalegir mælikvarðar eru einskis nýtir á þær fjarlægðir; það er jafnvel til lítils, að jafna við vegalengdir í voru sólkerfi; fjar- lægð tungls, sólar eða þvermál jarðbrautar eru alt langar leiðir, en þó gera þær ekki stjörnufjarlægðirnar miklum mun skiljanlegri fyrir oss. Til þess þó að hafa einhvern nógu stóran mælikvarða, nota menn ljósárið, þá vegalengd, sem ljósgeislinn fer á ári; en ljósið fer, sem fyr var greint, nærri 300 þús. km. á sekúndu, og er 500 sekúndur, eða rúmar 8 mínútur, frá sólu til jarðar; í hverju ári eru rúmar 31 x/a miljónir sekúnda, og á heilu ári fer ljósið 63,310 sinnum fjarlægð sólar frá jörðu, eða nærri 91/* bilj- ón kílómetra. Ef maður hugsaði sér alla hina miklu fjarlægð til sólar (149Y2 milj. km.) minkaða svo, að hún yrði aðeins einn faðmur (3 álnir) í stað 20 milj. mílna, og fjarlægð næstu fasta- stjörnu minkaði að sama skapi, hlutfallslega, þá yrði hún þó 68 mílur, eða 2 mílum lengri en lengd íslands frá Öndverðarnestá austur í Gerpi. Svona er langt milli hinna einstöku sólkerfa í geimnum, og svona hverfandi litlar eru mestu fjarlægðir í voru sólkerfi, þegar þær eru miðaðar við stjörnufjarlægðirnar. Stjörnufræðingar hafa gjört ótal mælingartilraunir við sumar hinar stærstu og björtustu stjörnur á himninum af 1. röð; en það hefir ekki tekist, þær eru alt of langt í burtu. Petta hefir t. d.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.