Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 54
210 Styrjöldin og ættjarðarástin. Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON. Einn góðan veðurdag í fyrra sumar (1914) flaug sú frétt símleiðis, að- mestöll Norðurálfan væri að fara í bál og brand. Menn og konur litu upp furðuaugum. Þetta var svo undra-ótrúlegt í raun og veru. Reyndar var öllum læsum almenningi kunnugt, að stórveldin höfðu látið ófriðlega í fjáraustri sínum til hers og flota og þá jafnframt í þeim helvízka rauðablæstri, sem þau höiðu haft með höndum s. 1. mannsaldur. Það var kunnugt, að Skuld hafði verið að draga saman hersveitir sínar og vefa í hrafnsvört tjöld sín á meginlandi Evrópu næsta lengi. En þessi iðja öll saman hafði verið rekin svo »vel og lengic, án þess að blásið væri allsherjar herblæstri, að lvður landanna hélt og hugði, að við svo búið mundi sitja enn sem fyrri. Reyndar var það kunnugt, að djöfull styijaldar og morða lék lausum hala suður og austur í Balkanlöndum enn eins og áður. Þar hefir eldurinn logað látlaust nótt og dag — snarkandi bál trúarhaturs og erfðafjandskapar. Þar var hinn helbleiki hálfmáni blóðs og báls sjálfgefinn á háalofti, enda þótt friður væri saminn til bráðabirgða. Glöggskygnir menn þóttust sjá þar í rauða skör ennþá og áttu von á nýjum óþokka-tíðindum úr þeirri átt. Og svo ymur í símanum einn sólbjartan sumardag, og flytur hann þá þessa frétt, sem öllum kom á óvart. Skuld er búin að tjalda og hasla völl og setja upp merki sitt. Öll álfan er í uppnámi, svo að herblástur hljómar austan frá Svíþjóð köldu og vestur að háfi. Ég kom þennan dag í kaupstaðinn, þangað sem síminn liggur, og heyrði þar þessa örlagaþrungnu, ótrúlegu frétt. Og mér varð, nærri ósjálfrátt, að spyija: Hvað veldur þessum ósköpum? Hvert er misklíðarefnið ? Um hvað er barist? Já, orsökin virtist vera auðfundin: morð ríkiserfingjans í Austurríki og konu hans. En gat það verið rétt? — Gat það átt sér stað, að rosknir og ráðnir stjórnmálamenn létu alla álfuna verða að tárasæ og blóðvelli vegna þessa svívirðilega morðs? Eigi mundi það endemi endurbætt verða, þó að sýnu meiri sví- virðing birtist eftir fyrirskipun stórmenna álfunnar — þeirra, sem stýra þjóðlöndunum og bera eða eiga og ættu að bera ábyrgð á athöfn- um morðvélanna. , Herblásturinn gall um láð og lög, og fylkingarnar sigu saman. Ogurlegt mannfall gerðist skyndilega. Takmarkalaus sorg varð í heima- húsum og ómælilegur harmur í einrúmi, sárafar og viðbjóður á vígvöll- unum, meira en þeir menn geta gert sér í hugarlund, sem fjarri standa öllum þessum hörmungum. Þessi sársauki nær jafnvel til okkar, sem sitjum í friði. Og við roðnum af blygðun yfir dýrseðli mannanna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.