Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 66
222 orðin hálfgjörður táradalur, kvennfólkið í sorgarbúningi eða í sekk og ösku og hefði selt af hendi gull sín til ríkisfjárhirzlunnar, en fengið járnhringa í staðinn með innsigli keisarans. — Ég sá lítið af sorgarbúningum og enga járnhringa. Évert á móti virtust Ber- línardrósirnar alls ekki standa að baki systrum sínum í öðrum stórbæjum að kvennlegri sundurgerð, og sýndust ekki »fela gull sín og gersemar«, eins og þeir gjörðu fyrrum, karlarnir, á dög- um Eysteins konungs. Leikhús og aðrir skemtistaðir voru fullir af fólki á hverju kveldi, og var erfitt að ná í aðgöngumiða að sumum leikhúsun- um, nema með margra daga fyrirvara. Og þó voru það ekki ein- göngu glensmiklir gamanleikir, eftirsóknarverðir fyrir skemtanafíkna alþýðu, sem leiknir voru, heldur líka alvörumiklir og efnisþrungnir leikir, sem útheimta mentaðan skilning og góðan smekk, til þess að menn njóti hins skáldlega gildis þeirra. Leikrit eins og »Kejser og Galilæer« íbsens, sem flestum þykir torskilið og strembið, »Faust« Goethes (ekki söngleikurinn, heldur hið upprunalega »drama«) og »Per Gynt« eftir Ibsen drógu að sér húsfylli, einnig á þessum ófriðartíma, og sáust auglýst hvert kveldið eftir annað. Bar þetta bæði vott um hið háa menningarstig Pjóðverja og um það, að ekki var budda enn þá tóm hjá miklum þorra manna — þrátt fyrir dýrtíðina. Eitt kveldið fór ég að hlusta á söngleikinn »Sigfried« eftir Wagner. Pótti mér það skemtilegt kveld, því hvorttveggja var, að efni leiksins var mér kært, og ekki gjörðu tónar Wagners að spilla áhrifunum. Sigfried er sami maðurinn og Sigurður Fáfnis- bani. Hann drepur Fáfni og sækir gullið á Gnítaheiði. En síðan ríður hann vafurlogann og rístur brynju af Brynhildi Buðladóttur. Er þetta alt sýnt mjög átakanlega í leiknum, jafnvel ferlíkið, orm- urinn Fáfnir, er hann skríður til vatns, og Sigurður leggur hann með sverðinu Gram. Fyrir hvern þann, sem er söngvinn að upplagi, er fátt áhrifameira og yndislegra, en að horfa og hlýða á fagran söngleik. Hvergi er söngurinn betri og hljóðfærin betur leikin en í miljónabæjunum, eins og Berlín, París og London. Par er ekkert til sparað, þangað streyma beztu kraftarnir og þar er að- sóknin nóg til að launa þeim duglega. Leikendurnir eru Valdir söngmenn og söngkonur, sem kveðast á í fögrum kvæðum með hverju laginu öðru fallegra, en stöðugt undirspil hljóðfæra fylgir og fyllirí skörðin — fiðlur, básúnur, hljóðpípur, hörpurog aðrirstrengleikir^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.