Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 43

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 43
199 3 árum. Ef sjúkdómur hans varir lengur, verður hann að fara úr sjúkrasamlaginu samkvæmt lögum. En fái hann fulla heilsu seinna, getur hann, með því að leggja fram læknisvottorð, aftur fengið upp- töku í sérhvert ríkisviðurkent sjúkrasamlag. TILLÖG OG UPPTÖKUGJALD (INNGÖNGUEYRIR). Fullorðnir, bæði menn og konur, borga i krónu í upptöku- gjald í sjúkrasamlagssjóð og piltar og stúlkur, frá 15 til 18 ára að aldri, 50 aura. (Upptökugjaldið er þó allmismunandi í sjúkra- samlögunum). Tillagið, sem altaf á að greiðast mánaðarlega og fyrirfram, er oft töluvert mismunandi að upphæð í hinum ýmsu sjúkrasam- lögum og samsvarar útgjöldunum. Pví hærri dagstyrk, sem félags- menn fá, því hærri eru tillögin. Eg skal skýra hér frá þeim tillags- upphæðum og samsvarandi dagstyrksgjöldum, er mest tíðkast víð- ast hvar í sjúkrasamlögunum á Jótlandi: Mánaðartillagið kr. 0,40 dagstyrkurinn kr. 0,60 — 0,80 — 1,05 — 1,60 — 2,20 — 2,85 — 0,70 — 1,00 — 1,50 — 2,00 — 2,50 Eins og sjá má af þessari skrá, er upphæð tillagsins og dag- styrksins hérumbil jafnhá. Peir félagsmenn, sem hafa fastar tekjur og halda þeim óskert- um, er sjúkdóm ber að höndum, geta fengið tillagið lækkað að nokkrum mun, t. d. um ^/s hluta. Ekkjumenn og ekkjur eða aðrir einstaklingar, sem eiga börn, yngri en 15 ára, verða að greiða 25 aurum hærra tillag á mánuði. Ef einhver félagsmanna vanrækir að greiða tillag sitt í 3 mánuði í röð, er hann rækur úr félaginu, og getur ekki fengið inngöngu í það aftur, nema hann borgi alla skuldina og ennfrem- ur nýtt upptökugjald. Ef hann er eldri en fertugur, getur hann alls ekki fengið upptöku í félagið aftur, nema það sannist, að at- vinnuleysi eða önnur ófyrirsjáanleg óhöpp hafi gert honum ómögu- legt að greiða tillag sitt í tæka tíð. Sveitar- og bæjarstjórnir hafa rétt til, án samþykkis æðri

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.