Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 30
sem utan úr geimi gæti séð og skoðað alt, sem við ber, og alt
það, sem gerst hefir fyr og síðar á öllum hnöttum alheimsins.
Eins og vér gátum um, hafa nákvæmar mælingar sýnt, að
fastastjörnur eru alls ekki óhreyfanlegar, eins og menn áður
hugðu; þær eru líklega allar á ferð og flugi um geiminn. Eins
og fyr var sagt, hefir mönnum tekist að mæla árlega hliðar-
hræring nokkurra stjarna, þó lítil sé, en hvort þær líka færðust í
stefnu til vor eða frá jörðu, gátu menn ekki hugsað sér, að hægt
væri að mæla, fyr en ljósrákamælingin kom til sögunnar og sýndi,
að meginþorri stjarna er á ferðinni fram eða aftur um geiminn,
og höfum vér áður skýrt frá því í ritgjörð hér á undan. Hreyf-
ing stjarna er mjög mismunandi; hjá þeim stjörnum, sem menn
vita, hve fjarlægar eru, getur hraðinn verið frá I—2 km. alt upp
í 160 km. á sekúndu eða jafnvel meira; hjá sumum fjarlægum
stjörnum, sem eingöngu hafa verið mældar með ljóssjánni, er
hraðinn enn þá meiri, upp að 300 km. á sekúndu og jafnvel fram
yfir það. Fyr'r löngu höfðu menn með reikningum komist að
því, að sól vor og sólkerfi er stöðugt á ferðinni. Sir William
Herschel (f. 1738, d. 1822), hinn ágæti stjörnufræðingur, hafði
fundið, að sólin stefnir á stjörnumerkið Herkúles, en seinni rann-
sóknir virðast benda til þess, að það sé ekki beint þangað, held-
ur fremur á stjörnumerkið Harpan, sem Blástjarnan er í, en Harp-
an er nærri Herkúlesmerki. Hraða sólkerfis vors hefir verið örð-
ugt að mæla, en eftir því, sem komist verður næst, mun hann
vera um 20 km. á sekúndu.
Sökum þess, að stjörnurnar eru á hraðri hreyfingu, hlýtur af
því að leiða, að stjörnumerkin, sem virðast óbreytileg á himnin-
um á þeim tíma, sem vér fáum yfir séð, í raun og veru hljota að
vera breytíleg, þegar til lengdar lætur. Hinar fornu stjörnuskrár
sýna, að margar stjörnur hafa færst til á himninum síðan í forn-
öld; þannig hefir stjarnan Arktúrus færst um hálfa þriðju tungls-
breidd síðan á dögum Hipparkosar, og eins hefir innbyrðis staða
stjarnanna í Vagninum breyzt dálítið síðan Ptólemæus samdi
stjörnuskrá sína. En yfirleitt þarf miklu lengri tíma, en mann-
kynssagan nær yfir, til þess að gjörbreyta stjörnumerkjum. Eins
og fyr hefir verið getið, hefir hraði margra stjarna í stefnu til
vor eða frá jörðu fundist með spektróskópi, og er hann mjög
mismunandi. Af alþektum stjörnum fer Blástjarnan (Vega) einna
harðast, 81 km. á sekúndu, Siríus 75 km., Aldebaran 49 km.,