Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 30

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 30
sem utan úr geimi gæti séð og skoðað alt, sem við ber, og alt það, sem gerst hefir fyr og síðar á öllum hnöttum alheimsins. Eins og vér gátum um, hafa nákvæmar mælingar sýnt, að fastastjörnur eru alls ekki óhreyfanlegar, eins og menn áður hugðu; þær eru líklega allar á ferð og flugi um geiminn. Eins og fyr var sagt, hefir mönnum tekist að mæla árlega hliðar- hræring nokkurra stjarna, þó lítil sé, en hvort þær líka færðust í stefnu til vor eða frá jörðu, gátu menn ekki hugsað sér, að hægt væri að mæla, fyr en ljósrákamælingin kom til sögunnar og sýndi, að meginþorri stjarna er á ferðinni fram eða aftur um geiminn, og höfum vér áður skýrt frá því í ritgjörð hér á undan. Hreyf- ing stjarna er mjög mismunandi; hjá þeim stjörnum, sem menn vita, hve fjarlægar eru, getur hraðinn verið frá I—2 km. alt upp í 160 km. á sekúndu eða jafnvel meira; hjá sumum fjarlægum stjörnum, sem eingöngu hafa verið mældar með ljóssjánni, er hraðinn enn þá meiri, upp að 300 km. á sekúndu og jafnvel fram yfir það. Fyr'r löngu höfðu menn með reikningum komist að því, að sól vor og sólkerfi er stöðugt á ferðinni. Sir William Herschel (f. 1738, d. 1822), hinn ágæti stjörnufræðingur, hafði fundið, að sólin stefnir á stjörnumerkið Herkúles, en seinni rann- sóknir virðast benda til þess, að það sé ekki beint þangað, held- ur fremur á stjörnumerkið Harpan, sem Blástjarnan er í, en Harp- an er nærri Herkúlesmerki. Hraða sólkerfis vors hefir verið örð- ugt að mæla, en eftir því, sem komist verður næst, mun hann vera um 20 km. á sekúndu. Sökum þess, að stjörnurnar eru á hraðri hreyfingu, hlýtur af því að leiða, að stjörnumerkin, sem virðast óbreytileg á himnin- um á þeim tíma, sem vér fáum yfir séð, í raun og veru hljota að vera breytíleg, þegar til lengdar lætur. Hinar fornu stjörnuskrár sýna, að margar stjörnur hafa færst til á himninum síðan í forn- öld; þannig hefir stjarnan Arktúrus færst um hálfa þriðju tungls- breidd síðan á dögum Hipparkosar, og eins hefir innbyrðis staða stjarnanna í Vagninum breyzt dálítið síðan Ptólemæus samdi stjörnuskrá sína. En yfirleitt þarf miklu lengri tíma, en mann- kynssagan nær yfir, til þess að gjörbreyta stjörnumerkjum. Eins og fyr hefir verið getið, hefir hraði margra stjarna í stefnu til vor eða frá jörðu fundist með spektróskópi, og er hann mjög mismunandi. Af alþektum stjörnum fer Blástjarnan (Vega) einna harðast, 81 km. á sekúndu, Siríus 75 km., Aldebaran 49 km.,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.