Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 45
201
er mjög mikill og erfiður. En samkvæmt hinum nýju sjúkrasam-
lagalögum, sem fyrir skömmu eru gengin í gildi, eiga formenn
samlaganna nú að fá dálítil laun, enda er það réttmætt.
Öll ríkisviðurkend sjúkrasamlög í hverju amti mynda eitt höf-
uðsjúkpasamlag, með sérstakri stjórn. I höfuðsjúkrasamlaginu eru
vanalega haldnir 2—3 fundir á hverju ári. Fundina sækja fulltrúar
frá öllum sjúkrasamlögunum. Vanalegast mætir einn fulltrúi fyrir
hvert hundrað félagsmanna, nema í mjög stórum sjúkrasamlögum,
þar mætir máske aðeins einn fulltrúi fyrir hverja 500 félagsmenn.
Amts- eða höfuðsjúkrasamlögin í öllu ríkinu mynda aftur allsherj-
arsjúkrasamlag ríkisins, sem hefir sína sérstöku stjórn og fulltrúa,
sem kosnir eru á fundum í amtssjúkrasamlögunum og meðal
stjórnarfulltrúa þeirra.
Yfir öllum sjúkrasamlögum ríkisins stendur yfirumsjónarmað-
ur, sem er háttstandandi embættismaður, er ásamt aðstoðarmönn-
um sínum myndar einskonar stjórnardeild í innanríkisráðaneytinu.
Yfirumsjónarmaðurinn á sæti í ýmsum nefndum og dómstól-
um, sem eiga að skera úr þrætumálum milli sjúkrasamlaganna inn-
byrðis eða milli þeirra og læknafélaganna. Hann er oft og einatt
einskonar milligöngumaður og sáttasemjari milli lækna og sjúkra-
samlaga ásamt áðurnefndum kviðdómum, sem bæði sjúkrasamlaga-
fulltrúar og fulltrúar allsherjarlæknafélagsins eiga sæti í.
Formaður hvers sjúkrasamlags er skyldur, ár hvert fyrir 15.
febrúar, að senda yfirumsjónarmanni sjúkrasamlaganna skrá yfir
tölu félagsmanna. Allir stjórnarmenn ásamt endurskoðunarmönn-
um verða að votta skriflega, að skráin sé rétt í alla staði. Með
henni eiga að fylgja reikningar yfir öll útgjöld og tekjur félagsins
á hinu umliðna ári. Yfirumsjónarmaður og aðstoðarmenn hans
reikna svo út, eftir þessum skjölum og skýrslum, tillag það, er
hvert sjúkrasamlag, samkvæmt lögum, á að fá úr ríkissjóði, en
það er 2 krónur fyrir hvern félagsmann árlega, og þar að auki
V4 hluti af öllum útgjöldum sjúkrasamlaganna á umliðnu reikn-
ingsári. P*ó eru hér dálitlar skorður settar, sem sé, að í Kaup-
mannahöfn greiðist aldrei meira en kr. 4,40, í kaupstöðum kr.
4,00 og til sveita kr. 3,60 árlega úr ríkissjóði. Petta er þannig
hámark ríkissjóðsstyrksins, og er heldur ekki alllítið, þegar tekið
er tillit til allra annarra hlunninda, sem sjúkrasamlögin hljóta frá
ríkisins hálfu eða frá sveitar- og amtssjóðum, svo sem áður hefir
verið á drepið, t. d. hvað vist á spítölum og heilsuhælum snertir.