Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 69

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 69
225 n. Á BAUK. »Baukur« þýðir, eins og margir vita, veitingastaður, þar sem bæði er hægt að seðja hungur og svala þorsta. Eg hafði ráfað lengi seinni hluta dags ásamt góðum kunn- ingja, sem ég hitti í Berlín. Við vorum að athuga mannlífið á götunum og í sporvögnunum og draga ýmsar heimspekilegar á- lyktanir út af því öllu saman. Pað var sunnudagur og sá aragrúi af fólki á götunum í vesturbænum — þar eru fegurstu göturnar, búðirnar og hóteíin, og þar býr margt ríkasta fólkið. Og þar eru margir stórir veitingastaðir, þar sem spilað er og sungið á kveld- in. Alt þetta dregur fólkið með segulafli til sín, sérstaklega á sunnu- dögum. Við rangluðum inn í eitt Bíó — og sáum þar skemtilegar myndasögur, auk mynda frá skotgröfunum og vígvöllunum, sem fara að verða leiðigjarnar. Og nú vorum við orðnir innantómir og hlökkuðum til að seðja okkur. Nú var um tvent að velja — annaðhvort að kjósa ölhús eða vínhús — þar sem jafnframt feng- ist góður matur. Á ölhúsunum þykir ótilhlýðilegt að drekka annað en öl með matnum, enda vínið þar ekki gott, þótt eitt- hvað fáist. En á vínhúsum gildir hið gagnstæða. Ég hafði verið á vínhúsi áður, svo nú var tólfunum kastað, að prófa ölhús (sbr. orð postulans: prófið alt, reynið alt!). Við fórum inn í eitt Psorr-ölhús, en Psorrölið er nokkurs- konar Munchen-bjór, og Psorrhús eru víðsvegar um Berlín, öll með sama sniði og valinkunn fyrir góðan bjór og góðar veiting- ar. Eetta var geðugur staður, en ekkert sérlega skrautlegur, eins og sum kaffihúsin, og hér vár enginn hljóðfærasláttur til að skemta gestunum. Hér sat mesti sægur af fólki við tréborð, mörg smáborð, og ýmist átu menn eða drukku. Á borðin var enginn dúkur breiddur, eins og annarstaðar tíðkast, en alt var þó þrifalegt. Pessi sparnaður er í þeim tilgangi gjörður, að gestgjafi geti staðið sig við að selja góðar vörur ódýrar. Aldraðir þjónar báru mat á borð, og öl í tveggja marka leirkrukkum með loki. Á veitingastöðum sjást nú mest aldurhnignir þjónar, því allir yngri eru farnir í víking. Reyndar sjást sumstaðar ungir þjónar, en þeir munu flestir vera svissneskir, danskir, sænskir eða hollenzkir, og eins er um hljóðfæraleikendur á öllum samkomustöðum. Við félagar átum hérasteik, og var hún vel úti látin og ó- dýrari en í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir kjötskortinn og hið marg-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.