Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 39
195 45 °/o af öllu fullorðnu fólki í Danmörku eru nú félagar í sjúkra- samlögunum, og styrkur ríkissjóðs til þeirra nemur nú hér um bil 31/* miljónum króna árlega. Auk þessara opinberu sjúkrasam- laga er til fjöldinn allur af >prívat«-félögum, aðallega hluta- eða samlagsfélög, sem auðvitað fá engan styrk úr ríkissjóði. Næstum í hverjum kaupstað og þorpi eru þesskonar samlög sett á stofn, og blómgast oftast vel. Eins og gefur að skilja, eru tillög félags- manna í þessum sjúkrasamlögum hærri og réttindi þeirra minni en í ríkisviðurkendu sjúkrasamlögunum. Auk þessara opinberu og einka-sjúkrafélaga starfar um land alt mikill fjöldi af innlendum og útlendum sjúkra- og slysa-vátryggingarfélögum, og mun ég, ef til vill, minnast lítið eitt á þau seinna. SKIPULAG SJÚKRASAMLAGA. Eg vil nú fara nokkrum orðum nánar um hin ríkisviðurkendu sjúkrasamlög í þeirri von, að það gæti máske orðið til leiðbeiningar við stofnanir sjúkrasamlaga á ís- 1 a n d i. Vil ég því lýsa starfsemi og verkahring samlagamna og skýra frá lögum þeirra og ákvæðum, í svo stuttu máli, sem unt er, benda á réttindi þau og hjálp, er félögin veita meðlimum sín- um, og sömuleiðis drepa á skyldur og gjöld félagsmanna, og að lokum minnast á stjórnarfyrirkomulagið í sjúkrasamlögunum, en það er hér um bil eins alstaðar í Danmörku. Fyrsta skilyrði þess, að hægt sé að fá inngöngu í sjúkrasam- lög, sem fá ríkisstyrk, er, að maður sé ekki eldri en fertugur og ekki yngri en 15 ára, og verður hann skriflega að votta, að hann sé hraustur og heilbrigður, er hann sækir um inngöngu. Ef vafl leikur á um heilbrigðisásfand hans, verður hann að útvega sér iæknisvottorð. Komi það í ljós við rannsókn læknis, að umsækj- andinn haft einhvern sjúkdóm eða líkamslýti, getur hann aðeins fengið upptöku í félagið með því skilyrði eða undanþágu, að hann enga hjálp fái af samlaginu fyrir þann sjúkdóm, er hann hafði við upptökuna. Meginþorri félagsmanna hefir annars fullan rétt til allrar þeirrar hjálpar frá sjúkrasamlögunum, sem með lögum er ákveðið. Flestir eru þannig njótandi félagsmenn (»nydende Medlemmer«). En auk þeirra taka samlögin í meðlimatölu sína félagsbræður, sem enga hjálp fá, en aðeins ganga í þau þeim til styrkingar og efl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.